Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 109
ÓHLÝÐNI KONSÚLLINN
107
nokkur vegabréf, sem sýndust gild,
en voru það ekki. Nú sat hann
þarna í skrifstofu sinni. Og nú
þurfti á miklu að halda, ef duga
skyldi. Fólk þyrptist að og þyrpt-
ist að. Út um gluggann að sjá var
þetta endalaus biðröð. Þúsundir.
Sumum hafði hann hleypt inn í hús
sitt. Þeir sátu í biðstofu hans, á
rúmunum í svefnherbergi hans, í
stigunum. Mendes og fjölskylda
hans átu máltíðir sínar í eldhús-
inu. Samt var í rauninni engin
veruleg ókyrrð, því enginn kaus
að hverfa úr því sæti, sem honum
hafði verið úthlutað, af ótta við að
lenda þá aftast í biðröðinni, og
sumir höfðu engan mat fengið í
marga daga.
„Hvar er konsúll Portúgals?"
hrópaði einhver úti á stræti. En
hann sat þá við skrifborð sitt og
var að athuga fyrirmælin sem hann
hafði að endingu fengið frá Lissa-
bon. Þar stóð: „Enginn flóttamaður
fær vegabréf nema hann eigi þar
lögheimili. Enginn Gyðingur fær
vegabréf hvernig sem ástatt er.“
Fyrir utan biðu 10000 Gyðingar.
Hver einstakur vissi að líf hans var
í veði. Mendes gekk út á tröppur
húss síns. Hann stóð þar þráðbeinn
og allir vissu að nú var þessari löngu
bið loksins lokið. Enginn af þeim
sem heyrðu orð hans mun nokkru
sinni gleyma þeim.
„Ég verð að reyna að leysa vand-
ræði ykkar. Ég ætla að láta hvern
mann, sem óskar þess, fá vegabréf,
hvort sem hann getur goldið fyrir
það eða ekki. „Svo sneri hann sér
að konu sinni: „Ég veit,“ sagði hann,
„að frú de Sousa Mendes er þessu
samþykk. Það má vel vera að mér
verði sagt upp stöðunni, en samx
verð ég að hlýða kalli samvizkunn-
ar.“
Þessum orðum var tekið með
miklum fögnuði, og flóttamennirnir
drifu inn í skrifstofuna. Mendes
setti kaffiborð á hjólum fyr-
ir framan legubekk í skrifstof-
unni. Hann beygði sig yfir það og
fór að afgreiða vegabréf. Að þessu
vann hann ásamt sonum sínum
tveimur, Pedro og José, í þrjá daga
sleitulaust, unnti sér varla svefns
né matar. Ekkert tók hann fyrir
þetta, en var þó oftar en einu sinni
boðið stórfé. Alls tókst honum að
bjarga 10000 Gyðingum, sem annars
hefðu lent í klóm nazista og verið
brenndir í gasofnum. Að kvöldi hins
þriðja dags var verkinu lokið: þá
afhenti hann hinum síðasta flótta-
manni vegabréf hans. En í sama
bili féll hann um koll á gólfið,
yfirkominn af þreytu, sjúkur.
Fréttin af aðferð hans hafði þeg-
ar borizt til Lissabon. Tveir lög-
regluþjónar voru sendir að sækja
hann og fara með hann til Portúgal.
Þeir tóku hann upp í bíl sinn og
þegar þeir fóru gegn um Bayonne,
sáu þeir að þar hafði safnazt biðröð
fyrir framan bústað konsúlsins.
Mendes og förunautar hans fóru
gegn um þvöguna og gengu rakleitt
inn í skrifstofu konsúlsins. „Hvers-
vegna hjálpið þér ekki þessu fólki,“
sagði Mendes við vara-konsúlinn.
Hann svaraði: „Ég hef fengið fyr-
irmæli frá Lissabon um að gefa
engin vegabréf út, og sízt af öllu
handa Gyðingum, og þessum fyrir-
skipunum ætla ég að hlýðnast."