Úrval - 01.06.1968, Side 14
Smásjáin hefur átt mikinn þátt í þróun Ihinnar vísindalegu líffræ&i. Anthony
van Leeuwenhoek (1632—1728), hollenzkur maður, smíðaði smásjána á mynd-
unum tveim t.v., sem raunar var aðeins gott stækkunargler, með oddi til að
tylla á hlutnum, er skoða skyldi, og stilliskrúfum til að hagræða lionum. T.h.
er smásjá, gerð af enskum vísindamanni, Robert Hooke (1635—1703) sem m.a.
lýsti frumum og gaf þeim fræðiheiti (cells).
um og breytileika lifandi vera. Auk
þess hafði hann rannsakað líffæra-
gerð ýmissa húsdýra og villtra dýra
heima í Englandi.
Er Darwin las bréf Wallace, datt
honum fyrst í hug að draga sig í
hlé og láta Wallace eftir heiðurinn
af þróunarkenningunni. En vinir
hans töldu hann á að birta sam-
eiginlega niðurstöðu þeirra Wall-
aces á vegum Linnéfélagsins, eins
virtasta vísindafélags Breta. Ritgerð
þeirra vakti óskerta athygli vísinda-
manna, sem lögðu að Darwin að
birta meira um þetta efni. Darwin
lét til leiðast, og dró saman ár-
angur langra rannsókna í bókinni
Um uppruna tegundanna (heildar-
titill ritsins er The Orgin of Species
by Means of Natural Selection, or
the Preservation of Favoured Races
in the Struggle for Life), er kom
út í fyrstu útgáfu árið 1859, fyrir
liðlegum hundrað árum. Hófust nú
ákafar deilur um þróunarkenning-
una. Sumir andstæðinga Darwins
voru vísindamenn, en aðrir sner-
ust gegn hugmyndum hans af trú-
arlegum ástæðum. Óþarfi er að
rekja hér frekar hversu þróunar-
kenning Darwins hlaut smám sam-
an almenna viðurkenningu, þótt