Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 29
LEYSIR NÝTT UNDRALYF EITURLYFIN . . .
27
margprófaS í fjölda landa. Það
hefur verið sett á markað undir
ýmsum vöruheitum í Bretlandi og
Argentinu og Mexíkanar hafa selt
það i heilt ár, og þrjátíu og tvö
lönd önnur hafið sölu á því, Hliðar-
verkanir hafa reynzt nákvæmlega
jafn litlar og skýrt var frá er lyfið
var prófað, enda þótt einstök til-
felli séu skráð þar sem reynslan er
önnur. Helztu verkanir eru ógleði
en engir öndunarerfiðleikar fylgja
henni eins og hjá morfíninu. Mik-
ill kostur er það við pentazosínið
að sjúklingar þurfa ekki sístækk-
andi skammta eftir því sem lengra
líður.
Morfín og önnur eiturlyf verða
samt áfram ráðlögð, einkum og sér
í lagi þegar læknar vilja líkna
sjúklingum, sem nálega er úti um.
En tíminn einn mun skera úr um
það að fullu, hvert gagn lækna-
vísindunum verður að pentazosín-
inu. En sem stendur beinist athygli
læknavísindanna óskipt að þessu
undralyfi sem hefur afsannað hina
gömlu kenningu, að áhrifamikil
deyfilyf hljóti einnig að hafa hættu-
leg eftirköst.
Fólk, sem sendir fingurkossa, er alveg óbetranlega latt.
Bob Hope.
Hinn öruggi Bandaríkjamaður? Það virðist erfitt að trúa því, en
Bandaríkjamenn eru fremstir, hvað umferðaröryggi snertir, samkvæmt
rannsókn, sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna. I Bandaríkj-
unum verða árlega 52 dauðsföll af völdum umferðarslysa fyrir hverjar
100.000 skráðar bifreiðir. Þetta er að vísu ekki gott, en þó er það samt
betra en tilsvarandi tölur fyrir. Japan (402), Finnland (261), Italíu
(257) og Austurríki (242). Talan fyrir Nýja Sjáland er 53, og kemur
það land næst á eftir Bandaríkjunum, en siðan koma Kanada, Sví-
þjóð, England, Wales og Skotland í þessari röð.
Parade.
„Ég geng með hánkollu. Iðulega vikur fólk sér að mér og spyr:
— Er þetta Þitt eigið hár? Og þá svara ég: — Já, auðvitað, ég borg-
aði það sjáifur."
Lesandabréf % Boulder Daily Camera.
Sekkjapípuleikari var eitt sinn spurður að því, hvers vegna sekkja-
pípuleikarar léku aðeins á gangi. Þá svaraði hann: „Það er erfiðara
að hitta skotmark, sem er á hreyfingu."