Úrval - 01.06.1968, Side 11
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . .
9
Ccirl Linné (1707—17781.
Georyes Cuvier (1769—1832).
um heim, flokkuðu lífverur og gáfu
þeim nöfn. Mörg af nöfnum Linnés
eru enn notuð af vísindamönnum,
og kerfi hans um nafnagiftir hefur
reynzt mjög hentugt. Flokkun hans
á dýrum og plöntum í stærri heild-
ir, svo sem í flokka og ættbálka,
hefur að vonum í sumum atriðum
verið endurskoðuð, einkum eftir að
menn fóru að leitast við að flokka
eftir þróunarsögulegum skyldleika,
en í mörgum atriðum stenzt kerfi
Linnés enn.
Linné hallaðist í upphafi ferils
síns að því, að allar tegundir
plantna og dýra væru enn svo sem
Drottinn skóp þær í upphafi. Síðar,
er hann hafði kynnzt ræktuðum af-
brigðum plantna, einkum í Hollandi,
taldi hann, að Drottinn hefði raun-
ar áskapað mörgum tegundum
breytileika, sem garðyrkjumenn
notfæra sér, er þeir rækta ný af-
brigði nytja- eða skrautplantna.
Sumir fræðimenn telja, að Linné
hafi verið farin að hallast að hug-
myndum um þróun lífsins hin síð-
ari ár ævi sinnar, en hann hélt
slíkum hugmyndum að minnsta
kosti hvergi opinskátt fram. Linné
lézt árið 1778.
Löngu fyrir daga Linnés höfðu
menn annað veifið rekizt á steina,
sem að útliti líktust beinum eða
öðrum líkamshlutum dýra eða
plantna. Miðaldaspekingar kenndu
tilvist slíkra steingervinga sérleg-
um sköpunarmætti Drottins, sem
léti ekki við það sitja að kveikja í
sífellu nýtt líf: skapa orma í eðju,