Úrval - 01.06.1968, Síða 90
88
ÚRVAL
eftir að fyrsta bindi kom út. Útgef-
andinn hafði haldið í upphafi að
eitt þúsund til fimmtán hundruð
eintök mundu nægja, en þessar
stórkostlegu viðtökur urðu þeim
hvatning til að hækka eintakafjöld-
ann upp í tvö þúsund og fimmtíu.
Og fór þá sem oft fyrr og síðar,
að boð og bann jók bæði eftirtekt
manna og vinsældir ritsins, og
dugði ekki minna en 3100 eintaka
upplag af þriðja bindi. í febrúar
1754 var fyrsta og annað bindi
prentað í annað og þriðja skipti, og
þriðja bindi endurprentað, svo að
upplag hvers fyrir sig komst upp
í fjögur þúsund og tvö hundruð, og
þeirri tölu var haldið á öllum þeim
bindum sem eftir voru. Þetta þótti
vera óvarlega mikill eintakafjöldi
árið 1754, en í nóvember 1757 var
tala áskrifenda komin upp í fjög-
ur þúsund og eftir það var bókin
ófáanleg í lausasölu, nema endrum
og eins. En þegar síðasta bindið
kom út, var verðið komið úr 280
pundum upp í 850 pund og útgef-
endurnir fengu stórfé í aðra hönd.
Til eru góðar heimildir um reikn-
ingana, og hefur svo talizt til að
Le Breton og félagar hans hafi
haft tvær og hálfa milljón punda
í hreinan ágóða, og er þá ekki tal-
ið með andvirði koparstungumóta
af myndunum í orðabókinni, en
þau voru seld fyrir fjórða part úr
milljón — en þetta allt svarar til
fjögurra milljóna dollara.
Þrátt fyrir ákærur og ógnanir
yfirvaldanna hafði vitneskjan um
vísindabyltinguna náð langt inn í
raðir þjóðfélagsins. Almenningur
gleypti við hinum auðveldu, skilj-
anlegu skýringum náttúrufræðinn-
ar, og efagirni útgefandanna í trú-
málum varð mönnum fremur til
fagnaðar en ásteytingar. Það sýndi
bezt vinsældirnar, hve góðum arði
fyrirtæki þetta skilaði, og auk þess
var það auðséð, að orðabókin spegl-
aði nákvæmlega hina víðsýnu af-
stöðu manna á átjándu öld til þekk-
ingar og vísinda.
Slyng.ur, ungur maður, sem vann hjá stóru fyrirtæki, var hækkað-
ur í tign og gerður að eins konar aðstoðarframkvæmdastjóra. Eftir
að hann haföi verið í sinu nýja starfi í eina viku, spurði fyrri starfs-
bróðir hans hann að ,því, hvernig honum gengi í nýja starfinu.
,,Ja, ég er, sko, kominn nógu hátt til Þess að heyra ekki skrifstofu-
slúðrið tafarlaust, en ég er ékki kominn nógu hátt til þess að geta
komizt að þvi, hvort það er á rökum reist.“
Lenin, faðir rússneska kommúnismans, skrifaði þetta árið 1917:
Þýzkaland mun vígbúa sig, þangað til það fer í hundana, E'ngland
mun þenja sig út um allar jarðir, þangað til það er úti um það, og
Bandaríkin munu eyða og sóa, þangað til Þau fara yfir um.