Úrval - 01.06.1968, Síða 104
102
ÚRVAL
Ráðagerðirnar voru á þá leið að
hinir þrjú þúsund ættu að búa í
hjöllum og tjöldum sem hrófað yrði
upp meðal ferðamannabúðanna og
þannig öllum gefinn kostur á að sjá
hvernig brot af fátækrahverfi liti út.
Ferðamenn munu verða þarna um
það bil 750 þúsundir. En ef stjórn-
arvöldin leyfa ekki slíkar bygging-
ar þá hafa skipuleggjendurnir einn-
ig fest sér einkalóðir í borginni og
munu koma þar upp fátækrahverf-
um og hjöllum.
— Við komum ekki til Washing-
ton til að biðja um frið, heldur til
að krefjast hans, og krefjast rétt-
lætis þess sem við eigum fyllilega
skilið, segir Dr. King, og bætir við,
- að fyrstu eina eða tvær vikurn-
ar muni flokkurinn mótmæla á frið-
samlegan og löglegan hátt, til að
reyna að fá þingið með góðu til að
sýna einhvern lit. En King er ekki
bjartsýnn að þingið rumski. — Nú
greiða skattgreiðendur um tuttugu
og fimm milljónir dollara til vel-
ferðarmála svertingja og Þingið
getur tæpast séð sér fært að bæta
á sig tuttugu milljónum dollara í
viðbót, en það á þegar við að stríða
fjárhagslög sem gera ráð fyrir eitt
hundrað áttatíu og sex billjón doll-
ara útgjöldum og að auki samdrátt,
óþægilega stöðu dollarsins og út-
gjöldin í Vietnam.
En ef þingið rumskar ekki munu
„mótmælendur" herða aðgerðirnar.
Þúsundir annarra, svertingjab, frið-
arsinnar, stúdentar í sumarfríum og
ýmsir aðrir verða hvattir til að
leggja lið sitt í Washington. Það
verða skipulögð setuverkföll í skrif-
stofum, í þinginu sjálfu og á göt-
unum. Sumum negraleiðtogum lízt
ekki vel á þvílíkar ráðstafanir. John
Morsell, háttsettur embættismaður
NAACP hefur varað við því, að
þessar ráðstafanir Kings verði skoð-
aðar sem niðurrifsstefna og að þær
muni fljótt leiða til ofbeldis.
Það er allt útlit til þess að þús-
undir hinna „uppgefnu og örvíln-
uðu“ muni hefja setuverkföll á
sjúkrahúsum til að mótmæla lækn-
isþjónustunni meðal almennings. —
Nemendur verða fengnir til að fara
mótmælagöngur að Heilbrigðis-
mála-, Menntamála- og Velferðar-
ráðuneytunum, bændur að Land-
búnaðarráðuneytinu og atvinnu-
lausir verkamenn að Atvinnumála-
ráðuneytinu.
King heldur því fram að það
verði viðbrögð þingsins sem ákveði
aðgerðirnar og í hve miklum mæli
þær þurfi að koma til framkvæmda
og segir að svo geti farið að hann
verði að grípa til óyndisúrræða og
láta fylgismenn sína mynda vegá-
tálma við allar brýr og vegi sem
liggi inn í borgina. Stjórnarmaskína
Bandaríkjanna getur þannig riðað
til falls.
Þótt nauðsynlegt reynist að hefta
umferðina og ástandið verði slæmt,
segir King, — getur það þó aldrei
orðið eins slæmt og fátæklingarnir
verða að búa við dag'lega,
En hvað verður, ef þessum „frið-
sömu ofbeldisseggjum“ mistekst að
hræra þingið. — Það getur verið
segir Andrew Young, — að við or-
sökum svo mikinn rugling og upp-
nám í kerfinu að annaðhvort verði
að bæta það eða eyða okkur.
Allt síðastliðið ár hefur King