Úrval - 01.06.1968, Side 33
LEIFTURÁRÁS Á ZEEBRUGGE
31
göngubrúm komið þar fyrir, sem
hjálpa átti herliðinu til þess að
komast í flýti upp á hafnargarðinn.
Ferjurnar Daffodil og Iris áttu að
flytja stormsveitir, og voru ferjurj-
ar þær klæddar stálplötum til
styrktar. Komið var fyrir mörgum
tonnum af sprengiefni í stefni
tveggja gamalla kafbáta.
Loks var allt tilbúið í marzmán-
uði árið 1918.... þ.e. allt nema
veðrið. Nótt eftir nótt var tungl-
skinið of bjart, vindurinn of óáreið-
anlegur og ekki nógu stórstreymt.
Mennirnir voru orðnir órólegir. Á
sérhverju augnabliki jókst hættan á
því, að óvinunum bærist njósn um
skipaflotann í mynni Thamesárinn-
ar. Ef þeir fréttu um þessa fyrir-
ætlun, gat slíkt haft ægilegar af-
leiðingar í för með sér, jafnvel ger-
eyðingu flotans. Og frá Frakklandi
bárust eingöngu slæmar fréttir.
Enginn vissi, hvar Þjóðverjar mundu
hætta sókninni. Þetta var stund ör-
væntingarinnar.
Tvisvar lagði þessi furðulegi floti
af stað, en sneri í bæði skiptin aft-
ur að mynni Thamesár. En þ. 22.
apríl varð loksins stórstreymt, sjór-
inn var kyrr og vindáttin ákjósan-
leg. En það var glaða tunglskin.
Þrátt fyrir þennan ókost ákvað Key-
es aðmíráll samt að leggja enn
einu sinni af stað. Þeir mundu ná
til Zeebrugge um miðnættið, en þá
yrði dægur hins heilaga Georgs
runninn upp .
Keyes aðmíráll sendi flota sínum
þessa orðsendingu: „Sankti Georg
fyrir England!" Carpenter skipherra
á Vindictive sendi þetta svar: „Megi
okkur takast að snúa óþyrmilega
upp á sporðinn á drekanum!“ (Það
var Sankti Georg, sem barðist við
hinn grimma dreka og vann sigur
á honum. Þýð.).
Þeir gátu séð margar mílur vegna
hins bjarta tunglskins. En svo
breiddist þétt mistur yfir allt og
fylgdi því rigningarúði. Ef til vill
var Heilagur Georg á þeirra bandi!
Roger Keys, flotaforingi.