Úrval - 01.06.1968, Side 103
WASHINGTONGANGA . .
ÍOJ
ráðuneytisins, — en ég er hræddur
um, að það sé aðeins undanfari
einhvers enn verra.
King stakk fyrst upp á herferð-
inni síðastliðið sumar. Hann skellti
skuldinni af uppreisnum í stórborg-
um á Bandaríkjaþing og kvaðst ef
til vill mundu sjá sig neyddan til
að „hvetja fjöldann til óhlýðni" til
þess að ýta við löggjöfunum, en ef
þaS tækist gæti það komið í veg
fyrir frekari blóðsúthellingar. Síð-
an setti hann fram kröfu sína: —
Tuttugu milljónir dollara árlega
skyldu veittar svertingjunum og
þeim einnig tryggð atvinna, fá-
tækrahverfin yrðu lögð niður og
stórfelld aðstoð veitt skólum þeirra.
Seint í nóvember gerði hann em-
baéttismönnum í Kristilega flokki
Suðurríkjanna viðvart um ráðagerð
sína og það var haldinn vikulangur
fundur í Frogmere í Suður Caro-
lina. Fundurinn ákvað að semja
ráðagerð um það hvernig mætti
ýta við „hinu sjúka og spillta þingi“
og gefa því það „rafstuð“ sem þeir
töldu nauðsynlegt til þess að bjarga
þjóðinni.
Ráðagerðin var augljóslega sam-
in eftir ráðagerðum Bónushersins,
tötrahers sem „tók“ Washington í
kreppunni 1932 og heimtaði at-
vinnuleysisstyrk og aðra aðstoð. —
Eini munurinn, sagði Dr. King, —
er sá að við erum reiðubúnir að
berjast, við geturn haldið stöðu okk-
ar þar til við höfum náð takmark-
inu, og erum, ef til þess kemur, til-
búnir að fylla fangelsi Washington-
borgar. En hörfa munum við aldr-
ei fyrr en mál okkar hafa verið
leyst.
Þeir sem stóðu fyrir framkvæmd-
unum voru helztir: Síra Bernard
Lafayette, friðarsinni og baráttu-
maður fyrir almennum mannrétt-
indum og Síra Andrew Young sem
lengi hefur verið náinn hjálpar-
maður Kings, og sem lýsir því yfir
að Bandaríkin séu „í andarslitrun-
um af kynþáttahatri, efnishyggju
og gróðaæði11. Þessir tveir lögðu á
ráðin og skipulögðu meðan King
ferðaðist um landið þvert og endi-
langt og safnaði fé og stuðnings-
mönnum.
Fjörutíu skipuleggjendur voru
sendir til níu Norðurríkjaborga og
sex Suðurríkja til að safna saman
þremur þúsundum fylgjenda sem
áttu að mynda eins konar kjarna
og vera reiðubúnir að halda til
í Washington vikum eða mánuðum
saman í mótmælaskyni. — Þeir eru
menn sem álíta veru í Washington-
fangelsi paradís í samanburði við
hungrið og atvinnuleysið í Chicago
eða Mississippi, sagði talsmaður Dr.
Kings. —• Þeir hafa allt að vinna
en engu að tapa.
Þessi flokkur hefur verið strang-
lega þjálfaður í friðsamlegum mót-
mælaaðgerðum og Young lítur á
hann sem „fyrstu bylgju innrásar-
innar í höfuðborgina". Hann varar
við því að „næstu bylgjur á eftir
henni gætu orðið skefjalausari". •—
Þessi þrjú þúsund manna flokkur
mun koma til borgarinnar um sama
leyti og Washingtonbúar halda hina
árlegu Kirsuberjahátíð sína. — Það
er engin tilviljun, sagði einn tals-
maður Kings, — við ætlum að
koma sem harðast við getum við
samvizku hinnar hvítu Ameríku.