Úrval - 01.06.1968, Síða 41
PÝRAMÍDARNIR í KUSH
39
kynstofni, sem nefndur er „Ham-
ítar“, eða réttilegar „Erythriotar",
þar sem morðið „Hamíti“ á í raun
og veru við tungumálaflokka. Þeir
eru fremur grannvaxnir, með liðað
hár en ekki hrokkið, og skýra and-
litsdrætti svipað og Evrópubúar,
en húð þeirra er svört eins og húð
negra. Þeim er vanalega skipað í
flokk með negrum þótt þeir séu í
raun og veru í sér hóp mitt á milli
hvítra manna og negra.
Þar að auki eru í Suður-Súdan
mjög hávaxnir og grannir Nílar-
negrar, í suðaustri og suðvestri eru
ættflokkar Skógarnegra, sem eru
þreknir, vöðvastæltir og breiðnefja.
í norðaustri hafa þjóðareinkennin
mjög blandazt arabísku blóði.
Um árið 800 fyrir Krist burð var
konungdæmið Kush stofnað, eftir
að Egyptar höfðu um aldaraðir far-
ið ruplandi og rænandi um land-
ið, en í Egyptalandi logaði allt í
innanlandsófriði. Konungarnir í
Kush gátu þá lagt Egyptaland und-
ir sig og stofnuðu 25. konungsríki
Egyptalands, hið ethiópíska.
Hinn þáverandi konungur í Kush,
Taharqa, lenti í deilum við hina
herskáu Assýringa, og þeir ráku
hann og eftirmann hans eftir blóð-
uga bardaga úr Egyptalandi. Kon-
ungarnir í Kush héldu áfram að
stjórna ríkjum sínum frá höfuð-
borginni Napata við Nálarfljót ekki
langt frá þeim stað, sem Merawi
stendur í dag. Lítið er vitað um
stjórn þeirra fyrir utan það, sem
hefur fundizt í fáeinum áletrun-
um. Yfirstéttin í Kush aðlagaði sig
egypskum háttum og siðum og réði
til sín egypska skrifara til að
teikna minnismerki með áletrun-
um á egypsku.
Konungarnir klæddust að egypsk-
um sið í pils úr útsaumuðum hör-
dúk og á höfðinu báru þeir skraut-
legan búnað prýddan gylltum eft-
irlíkingum af haukum, kobraslöng-
um og öðru skrauti. Þar við bætt-
ist að vangar þeirra voru skreytt-
ir ættartáknum, en þessi siður hef-
ur haldið velli í Súdan fram á vora
tíma. Drottningarnar, sem voru
akfeitar, klæddust síðum og afar
litskrúðugum pilsum, en voru oft-
ast naktar fyrir ofan mitti.
Þegar hinn persneski konungur
Kambiz lagði undir sig Egyptaland
árið 525 fyrir Krists burð sendi
hann her inn í Kush, en sá hvarf
sporlaust. Seinna lögðu persneskir
konungar undir sig nyrzta hluta
Kush, sem nú heitir Núbía. Kon-
ungarnir í Kush héldu áfram að
ráðskast í ríki sínu þar fyrir sunn-
an. Þeir fluttu höfuðborgina frá
Napata, sem var nú annaðhvort á
valdi Persa eða óþægilega nálægt
landamærunum, til Barua, sem var
lengra upp með ánni og Grikkir
nefndu Meroe. Héðan stjórnuðu
þeir landi sínu í margar aldir.
Ásamt öðrum egypskum siðum
og háttum tók konungsættin í
Kush einnig upp á því að byggja
pýramída. í Napata og Meroe eru
um 70 konunglegir pýramídar og
yfir 150 smærri fyrir konungs-
fjölskylduna. Þeir héldu áfram að
byggj a pýramída þar til konungs-
ríkið leið undir lok um árið 350
eftir Krists burð, en 2000 árum
áður hafði þessi sami siður liðið
undir lok í Egyptalandi.