Úrval - 01.06.1968, Síða 57
í KLÓM GESTAPO
55
hreyfingarinnar yrði handtek-
inn og tekinn af lífi, þegar þessar
spjaldskrár og þessi skjalasöfn
Gestapos væru tilbúin til úrvinnslu.
Þannig mundi þeim takast að vinna
sigur á andspyrnuhreyfingu okkar
á gervöllu höfuðborgarsvæðinu.
Klukkan 8.30 f. h. Ólundarlegi
vörðurinn, sem hét Wiesmer, fylgdi
mér yfir ganginn að salerninu í
síðasta skipti. Við hittum prófessor
Poul Brandt Rehberg við dyrnar.
Hann kom haltrandi út þaðan, og
mér dauðbrá, þegar ég sá, hversu
hann var hræðilega farinn eftir bar-
smíðar Gestapomanna. Þessi frægi,
danski líkamsfræðingur hafði hjálp-
að flestum af hinum 7000 Gyðing-
um í Danmörku til að komast und-
an Gestapo. Og nú varð hann að
greiða hetjudáðir sínar hræðilegu
verði.
Á leiðinni til klefans kom ég auga
á Poul Bruun, ungan mann, sem
hafði skipulagt mörg skemmdar-
verk. Við höfðum allir heyrt orð-
róm um þau örlög, er vofðu nú
yfir honum. „Við höfum komizt að
því, að þú hefur sífellt verið að
ljúga að okkur,“ hafði einn SS-liðs-
foringinn tilkynnt honum kvöldið á
undan. „Á morgun segirðu okkur
allan sannleikann . . . þótt við
verðum að slíta hann úr þér.“ Og
nú var þessi morgundagur kominn
fyrir grannvaxna og góðlega, unga
manninn.
Ég fann enn á ný til samvizku-
bits. Hvaða rétt hafði ég til þess
að komast burt héðan, þegar aðrir
menn, sem höfðu gert svo miklu
meira fyrir málstað okkar og fóst-
urjörð, urðu að vera hérna eftir og
glatast?
Klukkan 8.40 f. h. Ég hlustaði á
vaxandi ýlfrið í vindinum, þegar
ég var kominn inn í klefann minn
aftur. Það yrði drungalegt og kulda-
legt úti. Það var ekki flugveður í
dag. Þeir koma ekki í dag, hugsaði
ég. Og mér varð það á að brosa
hörkulega að þeim fjarstæðukenndu
hugsunum, sem örvæntingin knýr
fram í huga manns. Það var engin
skynsamleg ástæða til þess að halda,
að ,,þeir“ mundu nokkurn tíma
koma.
Gestapomennirnir, sem gættu
okkar, voru vanir að segja við okk-
ur: „Á meðan við geymum ykkur
hérna uppi undir þaki, munu vinir
ykkar í brezka flughernum aldrei
gera loftárás á okkur. Þeir vita það
ofur vel, að þið yrðuð þeir fyrstu,
sem sprengjurnar þeirra dræpu þá.
Og þar að auki hafa þessir Banda-
mannavinir ykkar meira en nóg að
gera annars staðar í Evrópu til
þess að hafa nokkurn áhuga á hinu
lítilfjörlega brölti ykkar hérna í
Danmörku. Þeir hafa einfaldlega
gleymt ykkur.“
Þetta virtist skynsamleg rök-
semdafærsla, og hún varð ekki til
þess að hvetja okkur. En drukkn-
andi menn halda sér samt dauða-
haldi í hvert hálmstrá, og við fang-
arnir á þakhæðinni höfðum lengi
haldið okkur dauðahaldi í síðustu
vonina, sem virtist reyndar harla
veik. Við hugsuðum á þessa leið:
Ef foringjar okkar í andspyrnu-
hreyfingunni skyldu ákveða, að
það yrði að eyðileggja Shellhúsið,
hvað sem það kostaði Ef þeir