Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 57

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 57
í KLÓM GESTAPO 55 hreyfingarinnar yrði handtek- inn og tekinn af lífi, þegar þessar spjaldskrár og þessi skjalasöfn Gestapos væru tilbúin til úrvinnslu. Þannig mundi þeim takast að vinna sigur á andspyrnuhreyfingu okkar á gervöllu höfuðborgarsvæðinu. Klukkan 8.30 f. h. Ólundarlegi vörðurinn, sem hét Wiesmer, fylgdi mér yfir ganginn að salerninu í síðasta skipti. Við hittum prófessor Poul Brandt Rehberg við dyrnar. Hann kom haltrandi út þaðan, og mér dauðbrá, þegar ég sá, hversu hann var hræðilega farinn eftir bar- smíðar Gestapomanna. Þessi frægi, danski líkamsfræðingur hafði hjálp- að flestum af hinum 7000 Gyðing- um í Danmörku til að komast und- an Gestapo. Og nú varð hann að greiða hetjudáðir sínar hræðilegu verði. Á leiðinni til klefans kom ég auga á Poul Bruun, ungan mann, sem hafði skipulagt mörg skemmdar- verk. Við höfðum allir heyrt orð- róm um þau örlög, er vofðu nú yfir honum. „Við höfum komizt að því, að þú hefur sífellt verið að ljúga að okkur,“ hafði einn SS-liðs- foringinn tilkynnt honum kvöldið á undan. „Á morgun segirðu okkur allan sannleikann . . . þótt við verðum að slíta hann úr þér.“ Og nú var þessi morgundagur kominn fyrir grannvaxna og góðlega, unga manninn. Ég fann enn á ný til samvizku- bits. Hvaða rétt hafði ég til þess að komast burt héðan, þegar aðrir menn, sem höfðu gert svo miklu meira fyrir málstað okkar og fóst- urjörð, urðu að vera hérna eftir og glatast? Klukkan 8.40 f. h. Ég hlustaði á vaxandi ýlfrið í vindinum, þegar ég var kominn inn í klefann minn aftur. Það yrði drungalegt og kulda- legt úti. Það var ekki flugveður í dag. Þeir koma ekki í dag, hugsaði ég. Og mér varð það á að brosa hörkulega að þeim fjarstæðukenndu hugsunum, sem örvæntingin knýr fram í huga manns. Það var engin skynsamleg ástæða til þess að halda, að ,,þeir“ mundu nokkurn tíma koma. Gestapomennirnir, sem gættu okkar, voru vanir að segja við okk- ur: „Á meðan við geymum ykkur hérna uppi undir þaki, munu vinir ykkar í brezka flughernum aldrei gera loftárás á okkur. Þeir vita það ofur vel, að þið yrðuð þeir fyrstu, sem sprengjurnar þeirra dræpu þá. Og þar að auki hafa þessir Banda- mannavinir ykkar meira en nóg að gera annars staðar í Evrópu til þess að hafa nokkurn áhuga á hinu lítilfjörlega brölti ykkar hérna í Danmörku. Þeir hafa einfaldlega gleymt ykkur.“ Þetta virtist skynsamleg rök- semdafærsla, og hún varð ekki til þess að hvetja okkur. En drukkn- andi menn halda sér samt dauða- haldi í hvert hálmstrá, og við fang- arnir á þakhæðinni höfðum lengi haldið okkur dauðahaldi í síðustu vonina, sem virtist reyndar harla veik. Við hugsuðum á þessa leið: Ef foringjar okkar í andspyrnu- hreyfingunni skyldu ákveða, að það yrði að eyðileggja Shellhúsið, hvað sem það kostaði Ef þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.