Úrval - 01.06.1968, Side 53

Úrval - 01.06.1968, Side 53
HINN SANNNI TILGANGUR LÍKSKURÐAR 51 lífsandi notar til að kynna okkur vizku sína, vald og gæði í þögulli vellíðan, sem yfirstígur allt annað. Og þetta er hinn sanni tilgangur líkskurðarins, að áhorfendur geti g'egnum hina snilldarlegu gerð lík- amans upphafizt til að skilja virðu- leik sálarinnar og geti þar af leið- andi í gegnum kraftaverk líkamans og sálarinnar lært að þekkja og elska skaparann. Því markmið lík- skurðarins er hinn dýrslegi og enn frekar hinn mannlegi líkami, því svo framarlega sem hægt er að deila honum sundur í hluti, sem eru að- gengilegir fyrir skynjunina, þá kemst svo mikil og augljós fegurð ekki hjá því að framkalla aðdáun, og með því að vekja óskina um að þekkja þá hluti, sem fara fram hjá skynjuninni. Þannig lyftist skilning- urinn frá því að horfa aðeins á ein- staka hluti og frá innbyrðis sam- líkingu upp á það svið að leita upp- hafs þessa mikla kraftaverks; og maðurinn öðlast meiri vizku um þetta eftir því sem fordómarnir exru minni, og þeim mun örar er þeim rutt úr vegi þegar maðurinn rann- sakar þennan þekkingarinnar skóg. Því engin mannvera með heilbrigða dómgreind getur horft á styttu, mál- verk, úr eða hverskyns vél, sem eru fögur, án þess strax að fá ást á upphafsmanni þeirra, — hvernig er þá hægt að horfa á byggingu manns- líkamans, sem er miklu fremri allri mannlegri list án þeirrar tilfinning- ar að virða ekki og elska upphaf hans? Það, sem meira er, hin dásam- lega stjórn hinnar guðlegu forsjón- ar á þeim verum, sem þeim hæfi- leika eru gæddar að geta hugsað, framkvæmist þannig, verurnar fyll- ast ánægjulegum tilfinningum, allt eftir því hve mismunandi eftirtekt- in er; — því næst vaknar löngunin í þessa ánægju og að lokum, þegar búið er að finna það sem leitað er að, að finna leið þar sem hægt er að flytja allt tilefnið til ánægjunn- ar frá gjöfunum til gefandans. Þeim skjátlast því og meðhöndla lík- skurðinn með ónógri virðingu, sem gerir hann að þjóni og aðeins á að koma í veg fyrir eða lækna veik- indi; — að vísu gerir hann þar gagn, en þó ekki eins mikið og við höldum, því að þekkingin um hið ónáttúrulega yfirstígur ekki viður- kenninguna um hið náttúrulega, og þegar þessi viðurkenning er ennþá mjög takmörkuð muh þekkingin ekki heldur geta útbreiðst verulega. En hinn sanni líkskurður er, að svo miklu leyti sem hann er borinn fram fyrir áhorfendur, sá háttur, sem Guð, í gegnum hönd líksker- ans, hefur til þess að leiða okkrn- í skilning um líkama dýra og síðan um hann sjálfan. Og þessvegna má líkskerinn ekki þakka sér það sem hann finnur eða sýnir; því hann er sjálfur verk Guðs yfir Guðs verki, og það er Guðs verk, sem þar starf- ar, meðan Guð ekki aðeins horfir á heldur er starfandi með, og án Guðs getur hann í raun og veru ekki gert annað en vitleysur og mis- tök; þessvegna ber ég það undir yður öll; að sjáið þér eitthvað sem svarar til eftirvæntingar yðar, þá prísum við hina guðdómlegu gæzku, en að öll mistökin skrifist á reikn- ing tungu minnar eða óþolinmæði handa minna eða drambs, sem mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.