Úrval - 01.06.1968, Síða 61
í KLÓM GESTAPO
59
Þolraun sú, sem við urðum að þola
í Shellhúsinu, kenndi okkur öllum
nytsama lexíu. Hún kenndi okkur
það, að það er aldrei um seinan að
vonast eftir allra síðsta tækifærinu,
hversu ömurlegar sem aðstæðurnar
virðast vera.
Christen Lyst Hansen er nú 69
ára að aldri, fyrrverandi lögreglu-
þjónn á eftirlaunum. Hann var
sæmdur heiðursmerki af Friðriki
konungi Danmerkur fyrir hugrekki
sitt og hetjuskap, sem hann sýndi,
meðan stóð á sprengjuárásinni á
Shellhúsið.
E:tt sinn kom kunningi okkar með einn vin sinn í veizlu, sem við
héldum í New York. Því er þannig farið með mig sem aðrar konur.
Þegar ég heyri orðið ,,doctor“, fer ég að hugsa um alla þá kvilla, sem
hrjá mig. Og hann fékk sömu meðferðina hjá mér og iæknar um
víða veröld óttast mest i veizlum. Ég króaði hann af úti í horni og
tók að skýra honum frá öllum kvillum mínum i minnstu smáatriðum.
Þar að auki skýrði ég honum frá þvi, hvernig mér hefði gengið að
eiga börnin mín, hvernig mér hefði liðið, meðan ég gekk með, meðan
ég var aö fæða og svo á eftir fæðinguna. Ég skýrði honum einnig
frá ýmsu öðru, sem rnaður skýrir yfirleitt aðeins lækni sínum frá.
Og mér til mikillar undrunar, virtist dr. Boysell alveg stórhrifinn og
mjög forvitinn. Þetta hvatti mig auðvitað til þess að leggja mig alla
fram.
Ég rakti slóðina aftur í tímann, allt aftur til bernskusjúkdóma
minna, og að lokum var ég komin alla leið aftur til fæðingar minn-
ar í bænum Coyle í Oklahomafylki, en íbúar hans urðu einmitt 201
að tölu við fæðingu mína.
„Coyle?“ át dr. Boysell eftir mér steinhissa. Þetta er alveg furðu-
leg tilviljun. Það var einmitt þar, sem ég hélt fyrstu prédikun mína.“
Millie ConsicUne.
Blaðamaður einn átti viðtal við tvo gamla bændur, og eftir að hafa
spurt þá urn allt mögulegt, spurði hann að siðustu: „Og hvað munduð
þið svo gera, ef þið erfðuð milljón sterlingspund á morgun?"
Annar sagði, að hann myndi strax hætta að vinna og byrja að taka
llfið rólega, fara á fiskveiðar og gera sér fleira til skemmtunar og
lifa bara á auðæfum sínum.
Hinn klóraði sér í höfðinu, hugsaöi sig um svolitla stund og svar-
aði síðan: „Ég býst. við, að ég myndi bara halda áfram að búa, þang-
að til ég væri búinn með alla peningana.'1
T.E.O.