Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
sér grein fyrir nauðsyn þess að
finna nýtt deyfilyf sem engin eftir-
köst hefði. í fimm þúsund ár hafði
fólk notazt við ópíum og önnur
skyld lyf, sem það gleypti eða
reykti, en það var ekki mikið um
að menn yrðu háðir lyfjum þessum
þar til nálin kom til sögunnar, •—
sprautunálin, sem aðeins þurfti að
stinga í handlegginn og þrýsta og
horfa á hvernig eitrið rann úr
sprautunni beint inn í blóðrásina.
Upp úr því var einnig farið að líta
betur í kringum sig eftir fleiri teg-
undum eiturlyfja sem kynnu að
leynast hér og þar, þótt þau hefðu
ekki verið notuð til þessa, Vísinda-
menn áttu að skömmum tíma liðn-
um i erfiðleikum með að lækna sí-
fellt fleiri eiturlyfjasjúklinga.
Könnuðir fóru að brjóta heilann
um morfínið, sem er skylt opíum-
inu og var þá að komast meira í
umferð en áður hafði verið. Þeir
léku sér að þeirri hugmynd að ann-
ar hluti mólekúlsins ætti sök á því
að menn yrðu háðir lyfinu en hinn
hluti þess deyfði aðeins. Þannig
hugsuðu þeir sér, að ef þeir næðu
að nema brott þann hlutann, sem
eftirköstunum ylli fengju þeir út úr
því hliðarverkanalaust deyfilyf og
hættulaust. Fyrsta tilkynningin um,
að þetta hefði „tekizt“ kom frá
Þjóðverjanum Heinrich Dreser( sem
líka kynnti aspirínið) og hið nýja
hættulausa deyfilyf sitt kallaði hann
heróín!
Menn fóru undir eins að nota
heróínið sem deyfilyf og það var
alls staðar talið hættulaust með
öllu, en eins og fljótt kom í ljós, þá
er heróínið eitthvert hið djöfulleg-
asta allra eiturlyfja. Áður en fáein
ár voru liðin datt engum í hug að
nefna það „hættulaust deyfilyf". —
Árið 1914 voru sett lög í Banda-
ríkjunum þar sem heft var sala og
notkun á þessum ýmsu deyfilyfjum
og læknar og vísindamenn gerðir
ábyrgir fyrir hverjum einasta
skammti af þeim sem þeir gáfu
sjúklingum.
Loks árið 1929 skipaði Vísinda-
akademían Eiturlyfjanefnd sína í
þeim tilgangi að hafa með höndum
stjórn í þeim málum. Hundruð lyfja
skyldra morfíni voru prófuð. En
ekkert þeirra reyndist eins vel eða
betur en morfínið, aðalafkomandi
ópíumsins. Það virtist greinilegt að
í öllum afkomendum ópíumsins
færu saman deyfingarhæfileikar og
hættuleg eftirköst.
Rétt fyrir aðra heimsstyrjöldina
komust aðrar rannsóknir í gang. í
Þýzkalandi fundu vísindamenn eins
konar morfínslíkingu sem hét me-
peridín og er bezt þekkt undir
nafninu Demerol. Það þótti ber-
sýnilegt að í þessu lyfi væri búið
að skilja að deyfingareiginleikana
og hliðarverkanirnar eða eftirköst-
in. En þegar farið var að nota það
nokkru meira kom í ljós að með
þvi leyndust einnig þessar hliðar-
verkanir sem öll hin eiturlyfin
höfðu í för með sér og Þjóðverj-
arnir hættu við allt saman og
stimpluðu pent á glösin: Eiturlyf.
Þegar meperídínið var fyrstkynnt
í Bandaríkjunum 1943 var gengið
fram hjá skýrslum sem sýndu að
það gat gert menn háða sér jafnt
sem önnur slík lyf. Margir fröm-
uðir í vísindum voru efagjarnir á