Úrval - 01.06.1968, Side 12
10
ÚRVAL
mýs í heyi, lýs í svita og krókódíla
í leir Nílar, heldur brygði þessi
sami sköpunarmáttur stundum á
leik og skapaði dauða steina í mynd
lifandi vera eða hluta þeirra.
Ýmsir menn voru farnir að efast
um þessa skýringu á eðli stein-
gervinga fyrir daga Linnés: að þeir
væru af guðlegum mætti skapaðir
úr steini, en hölluðust í þess stað
að því, að steingervingar væru leif-
ar dýra eða plantna, sem fyrr hefðu
verið uppi. Sumir sáu í steingerv-
ingum merki um dreka, jötna, ein-
hyrninga og aðrar forynjur.
Þeirri skoðun óx fiskur um hrygg
á dögum Linnés, að steingervingar
væru lífræns uppruna. Svissneskur
læknir, Johann Jakob Scheuchzer
(1672—1733), gróf upp heillega
beinagrind aldauða salamöndruteg-
undar laust eftir 1700, og þóttist
þar kenna leifar forns syndara, sem
drukknað hefði í Nóaflóðinu. Deil-
ur um eðli þessara meintu jarð-
nesku syndaraleifa urðu til að auka
athygli á steingervingum, unz flest-
ir féllust á lífrænan uppruna þeirra.
En við þetta kviknuðu ný vanda-
mál í hugum frómra manna. Marg-
ir steingervingar líktust ekki bein-
um eða öðrum líkamspörtum nokk-
urrar lífveru, sem nú lifir. Það varð
ljósara eftir því sem þekking manna
á líffæragerð dýra óx, að álitlegur
hluti steingervinganna var ekki af
neinum núlifandi dýrum, og sama
máli gilti um plöntusteingervinga.
Franskur dýrafræðingur, Georges
Cuvier (1769—1832), setti fram
skýringu á þessu fyrirbæri um 1800.
Hann taldi, að annað veifið í sögu
jarðar hefðu orðið geysilegar nátt-
úruhamfarir, er eytt hefðu öllu lífi
eða meginhluta þess. Að hverri eyð-
ingu lokinni hófst ný sköpun, en
hinar nýsköpuðu lífverur voru af
öðrum tegundum en þær, sem í
hamförunum hurfu. Er Cuvier setti
fram þessa hamfarakenningu
(,,Kataatrófukenningu“) sína, var
hann þegar heimsþekktur líffæra-
fræðingur, og orðstír hans á því
sviði var í augum margra samtíma-
manna trygging þess, að hamfara-
kenningin væri rétt. Cuvier benti
og á það, máli sínu til staðfestingar,
að síðustu hamfarirnar, syndaflóð-
ið, væru skjalfestur sannleikur.
Með áhrifavaldi sínu gat Cuvíer
bælt niður tilraunir samtímamanna
sinna til að skýra steingervinga-
myndanir út frá þróun lifandi vera.
Helzti andstæðingur hans var landi
hans, dýrafræðiprófessor í París
eins og Cuvier, þróunarsinninn Jean
Baptiste Lamarck (1744—1829). La-
marck gerði í kenningum sínum ráð
fyrir, að umhverfið hefði mildl
áhrif á lífverurnar: líffærin tækju
breytingum til að aðlagast um-
hverfinu, og þessar breytingar
gengju síðan að erfðum. Aðalrit La-
marcks um þróun, Philosophie zoo-
logique (Dýrafræðileg heimspeki),
kom út árið 1809.
Heldur sóttist Lamarck illa að
sannfæra aðra um kenningar sínar
gegn ægivaldi Cuviers. Eftirkom-
endur Lamarcks höfðu líka tak-
markað álit á störfum hans. En nú-
tíma endurskoðun á verkum braut-
ryðjenda þróunarhugmynda hefur
sannfært menn um réttmæti ýmissa
hugmynda Lamarcks, og vissulega
ruddi hann braut þeim þróunar-