Úrval - 01.06.1968, Side 12

Úrval - 01.06.1968, Side 12
10 ÚRVAL mýs í heyi, lýs í svita og krókódíla í leir Nílar, heldur brygði þessi sami sköpunarmáttur stundum á leik og skapaði dauða steina í mynd lifandi vera eða hluta þeirra. Ýmsir menn voru farnir að efast um þessa skýringu á eðli stein- gervinga fyrir daga Linnés: að þeir væru af guðlegum mætti skapaðir úr steini, en hölluðust í þess stað að því, að steingervingar væru leif- ar dýra eða plantna, sem fyrr hefðu verið uppi. Sumir sáu í steingerv- ingum merki um dreka, jötna, ein- hyrninga og aðrar forynjur. Þeirri skoðun óx fiskur um hrygg á dögum Linnés, að steingervingar væru lífræns uppruna. Svissneskur læknir, Johann Jakob Scheuchzer (1672—1733), gróf upp heillega beinagrind aldauða salamöndruteg- undar laust eftir 1700, og þóttist þar kenna leifar forns syndara, sem drukknað hefði í Nóaflóðinu. Deil- ur um eðli þessara meintu jarð- nesku syndaraleifa urðu til að auka athygli á steingervingum, unz flest- ir féllust á lífrænan uppruna þeirra. En við þetta kviknuðu ný vanda- mál í hugum frómra manna. Marg- ir steingervingar líktust ekki bein- um eða öðrum líkamspörtum nokk- urrar lífveru, sem nú lifir. Það varð ljósara eftir því sem þekking manna á líffæragerð dýra óx, að álitlegur hluti steingervinganna var ekki af neinum núlifandi dýrum, og sama máli gilti um plöntusteingervinga. Franskur dýrafræðingur, Georges Cuvier (1769—1832), setti fram skýringu á þessu fyrirbæri um 1800. Hann taldi, að annað veifið í sögu jarðar hefðu orðið geysilegar nátt- úruhamfarir, er eytt hefðu öllu lífi eða meginhluta þess. Að hverri eyð- ingu lokinni hófst ný sköpun, en hinar nýsköpuðu lífverur voru af öðrum tegundum en þær, sem í hamförunum hurfu. Er Cuvier setti fram þessa hamfarakenningu (,,Kataatrófukenningu“) sína, var hann þegar heimsþekktur líffæra- fræðingur, og orðstír hans á því sviði var í augum margra samtíma- manna trygging þess, að hamfara- kenningin væri rétt. Cuvier benti og á það, máli sínu til staðfestingar, að síðustu hamfarirnar, syndaflóð- ið, væru skjalfestur sannleikur. Með áhrifavaldi sínu gat Cuvíer bælt niður tilraunir samtímamanna sinna til að skýra steingervinga- myndanir út frá þróun lifandi vera. Helzti andstæðingur hans var landi hans, dýrafræðiprófessor í París eins og Cuvier, þróunarsinninn Jean Baptiste Lamarck (1744—1829). La- marck gerði í kenningum sínum ráð fyrir, að umhverfið hefði mildl áhrif á lífverurnar: líffærin tækju breytingum til að aðlagast um- hverfinu, og þessar breytingar gengju síðan að erfðum. Aðalrit La- marcks um þróun, Philosophie zoo- logique (Dýrafræðileg heimspeki), kom út árið 1809. Heldur sóttist Lamarck illa að sannfæra aðra um kenningar sínar gegn ægivaldi Cuviers. Eftirkom- endur Lamarcks höfðu líka tak- markað álit á störfum hans. En nú- tíma endurskoðun á verkum braut- ryðjenda þróunarhugmynda hefur sannfært menn um réttmæti ýmissa hugmynda Lamarcks, og vissulega ruddi hann braut þeim þróunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.