Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
indi. Því er eins farið með fjár-
hættuspilara og drykkjumenn, að
láti þeir undan veikleika sínum,
geta þeir ekki hætt. Þeir verða að
hætta algerlega. Ráðið, sem gefið
er, er að lifa fyrir einn dag í einu.
Félagsmönnum er ráðlagt að segja
við sjálfa sig: ,Ég veðjaði ekkert
í dag, ég skal ekki veðja á morg-
un“. Sumir eru samt harðari við
sjálfa sig. Eftir sinn fyrsta fund
sagði Henry við sjálfan sig: „Ég
skal aldrei veðja aftur“. Og þetta
hreif. Hann afturkallaði veðmál,
sem hann hafði gert á Kentucky
kappreiðunum og veðjaði aldrei
framar.
„Nafnlausir fjárhættuspilarar“
hafa einnig önnur markmið. Eftir
að hafa sótt noklira fundi, er hin-
um nýja félagsmanni og konu hans
boðið að hitta hóp af gömlum og
reyndum félögum og í sameiningu
er reynt að leysa hin fjárhagslegu
vandamál. „Þeir útskýra fyrir okk-
ur hvernig bezt sé að haga afborg-
unum“, segir Sam, sem gekk í
félagsskapinn þegar hann skuldaði
3600 dollara. „Þeir vilja að maður
borgi þetta rólega, annars gæti
maður fallið aftur. Ég hef verið í
félaginu í tvö ár og skulda nú að-
eins 700 dollara“. Sam er nú fyrr-
verandi fjárhættuspilari.
í stærri borgum Bandaríkjanna
er hægt að fá hjálp og ráðlegging-
ar á hvaða tíma sólarhrings, ef
hringt er í símanúmer „Nafnlausu
fjárhættuspilaranna“, sem stendur
í símaskránni. Símaþjónustan gef-
ur upp símanúmer þess félags-
manns, sem er við þá stundina.
Félagsmenn „Nafnlausu fjár-
hættuspilaraanna“ eru félagsskap
sínum trúir. Þeir segjast hafa reynt
að fá hjálp hjá læknum, prestum
og sálfræðingum, en enginn skilur
þá fyrr en þeir koma á fund hjá
„Nafnlausu fj árhættuspilurunum“.
Einn þeirra sagði: „Þegar ég heyrði
hina tala var það eins og sagt út úr
mínum munni“. Þessi aðferð kem-
ur samt ekki öllum að gagni. Sumir
fjárhættuspilarar eru komnir aftur
að spilaborðinu eftir sex mánuði.
„Bezta lækning í heimi getur ekki
hjálpað ástríðuspilara, ef hann vill
ekki hjálpa sér sjálfur“, segir
Henry. „Maður þarf að hafa mikla
löngun í hjálp.“
Ein ástæðan til þess að sumir
fjárhættuspilarar geta aldrei hætt
er, að áliti dr Herberts I. Harris,
frá Cambridge í Massachussettes,
sú, að fj árhættuspilarar og sérstak-
lega þeir sem spila á spil, haga sér
eins og ruddalegir og dónalegir
smástrákar, bölvandi hver öðrum
fullum hálsi og hótandi með slags-
málum, sem svo aldrei fara fram.
Þeir henda spilunum á borðið,
brjóta golfkylfur sínar með krakka-
legum ofsa. Þeir skipta oft skapi.
f stuttu máli sagt, er þörfin fyr-
ir að vera barn, — hver svo sem
ástæðan kann að vera, — sterkari
lönguninni til þess að þroskast,
verða fullorðinn og standa á eigin
fótum.
ERTU FÍKINN
í FJÁRHÆTTUSPIL ?
Flestir hinna spilasjúku mundu
svara að minnsta kosti sjö spurn-
ingum játandi, en þær eru teknar
úr bókum samtaka „Nafnlausra
f j árhættuspilar a.