Úrval - 01.06.1968, Side 23
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . .
21
og þeir staðfestu, að um frumstæða
manngerð væri að ræða. Loks árið
1927, fékkst hann til að sýna allt
safn sitt. Komu þá í ljós allmörg
bein apamanna, sem enginn hafði
vitað um, og bein annarra frum-
stæðra manngerða að auki. Síðan
hélt hollenzkur vísindamaður — af
þýzku og dönsku foreldri — G. H.
R. von Koenigswald (f. 1902), leit-
inni áfram á Jövu og fann frekari
leifar apamanna. Apamenn þessir
hafa lifað fyrir um hálfri milljón
ára og verið mun frumstæðari en
nokkur nútímamaður, með heila,
sem var um % af rúmtaki heilabús
nútímamanns. Samt hafa menn get-
ið þess til af lögun ákveðinna hluta
á innra borði höfuðkúpunnar, að
apamenn hafi haft vald á einhvers
konar máli.
Leifar svipaðra apamanna hafa
fundizt í. Kína, svo nefndir Peking-
menn, sem sumir fræðimenn telja
til sérstakrar tegundar, en aðrir
álíta sömu tegund og apamennina
frá Jövu. Yísindamenn komust fyrst
á snoðir um tilvist Pekingmannsins
í kínverskum apótekum, en þar voru
á boðstólum svonefndar drekatenn-
ur, sem þóttu ýmissa meina bót,
soðnar í feiti eða víni eða muldar í
duft. Um síðustu aldamót fóru ev-
rópskir og kínverskir vísindamenn
að kynna sér „tennur“ þessar, sem
reyndust vera steingervingar af
ýmsu tagi, tennur og bein. Meðal
annars fundust tennur frumstæðra
manna. Brátt var gerður út leið-
angur inn í landið að leita stein-
gervinga eftir tilvísun innfæddra
apótekara, og þannig fundust bein
Pekingmanna, hin fyrstu árið 1927,
en síðan hafa allmargir fundir bætzt
við á þessum slóðum.
Margir mannfræðingar telja ekki
ástæðu til þess að telja apamenn-
ina frá Jövu og Kína til sérstakrar
ættkvíslar, en flokka þá ásamt nú-
tímamönnum til ættkvíslarinnar
Homo og kalla Homo erectus.
Elzti þekktur Evrópumaður er
sennilega náskyldur apamönnunum
frá Asiu, en það er hinn svo nefndi
Heidelbergmaður, Homo heidel-
bergensis (sem margir vilja nú,
samkvæmt ofangreindu telja til teg-
undarinnar Homo (eða Pithecant-
hropus) erectus). Af honum er að-
eins þekktur einn neðri kjálki,
sterklegur vel, sem grafinn var úr
jörðu nálægt þýzka háskólabænum
Heidelberg árið 1907. Heidelberg-
maðurinn er talinn ámóta gamall
og apamennirnir frá Suðaustur-As-
íu, eða um hálfrar milljónar ára.
Það, sem hér hefur verið rakið,
bendir til, að mannkynið geti rakið
uppruna sinn til Asíu, enda hallast
margir fræðimenn að þeirri skoðun.
En í annari heimsálfu hafa líka
fundizt mjög merkar leifar frum-
stæðra manna, þar sem eru hinir
svo nefndu hálfmenn frá sunnan-
verðri Afríku. Sumir vísindamenn
telja, að þar í álfu sé að finna vöggu
mannkyns, en apamennirnir í Suð-
austur-Asíu hafi verið hliðargrein
á þróunarmeiði vorum.
Hinir afrísku hálfmenn voru •—
eins og nafnið bendir til ■— mjög
frumstæðir, og umdeilt, hvort telja
beri þá til manna eða dýra. Heila-
búið hefur verið mun minna en
á apamönnunum frá Asíu, enda
voru hálfmennirnir mun fyrr uppi.