Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 23
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . 21 og þeir staðfestu, að um frumstæða manngerð væri að ræða. Loks árið 1927, fékkst hann til að sýna allt safn sitt. Komu þá í ljós allmörg bein apamanna, sem enginn hafði vitað um, og bein annarra frum- stæðra manngerða að auki. Síðan hélt hollenzkur vísindamaður — af þýzku og dönsku foreldri — G. H. R. von Koenigswald (f. 1902), leit- inni áfram á Jövu og fann frekari leifar apamanna. Apamenn þessir hafa lifað fyrir um hálfri milljón ára og verið mun frumstæðari en nokkur nútímamaður, með heila, sem var um % af rúmtaki heilabús nútímamanns. Samt hafa menn get- ið þess til af lögun ákveðinna hluta á innra borði höfuðkúpunnar, að apamenn hafi haft vald á einhvers konar máli. Leifar svipaðra apamanna hafa fundizt í. Kína, svo nefndir Peking- menn, sem sumir fræðimenn telja til sérstakrar tegundar, en aðrir álíta sömu tegund og apamennina frá Jövu. Yísindamenn komust fyrst á snoðir um tilvist Pekingmannsins í kínverskum apótekum, en þar voru á boðstólum svonefndar drekatenn- ur, sem þóttu ýmissa meina bót, soðnar í feiti eða víni eða muldar í duft. Um síðustu aldamót fóru ev- rópskir og kínverskir vísindamenn að kynna sér „tennur“ þessar, sem reyndust vera steingervingar af ýmsu tagi, tennur og bein. Meðal annars fundust tennur frumstæðra manna. Brátt var gerður út leið- angur inn í landið að leita stein- gervinga eftir tilvísun innfæddra apótekara, og þannig fundust bein Pekingmanna, hin fyrstu árið 1927, en síðan hafa allmargir fundir bætzt við á þessum slóðum. Margir mannfræðingar telja ekki ástæðu til þess að telja apamenn- ina frá Jövu og Kína til sérstakrar ættkvíslar, en flokka þá ásamt nú- tímamönnum til ættkvíslarinnar Homo og kalla Homo erectus. Elzti þekktur Evrópumaður er sennilega náskyldur apamönnunum frá Asiu, en það er hinn svo nefndi Heidelbergmaður, Homo heidel- bergensis (sem margir vilja nú, samkvæmt ofangreindu telja til teg- undarinnar Homo (eða Pithecant- hropus) erectus). Af honum er að- eins þekktur einn neðri kjálki, sterklegur vel, sem grafinn var úr jörðu nálægt þýzka háskólabænum Heidelberg árið 1907. Heidelberg- maðurinn er talinn ámóta gamall og apamennirnir frá Suðaustur-As- íu, eða um hálfrar milljónar ára. Það, sem hér hefur verið rakið, bendir til, að mannkynið geti rakið uppruna sinn til Asíu, enda hallast margir fræðimenn að þeirri skoðun. En í annari heimsálfu hafa líka fundizt mjög merkar leifar frum- stæðra manna, þar sem eru hinir svo nefndu hálfmenn frá sunnan- verðri Afríku. Sumir vísindamenn telja, að þar í álfu sé að finna vöggu mannkyns, en apamennirnir í Suð- austur-Asíu hafi verið hliðargrein á þróunarmeiði vorum. Hinir afrísku hálfmenn voru •— eins og nafnið bendir til ■— mjög frumstæðir, og umdeilt, hvort telja beri þá til manna eða dýra. Heila- búið hefur verið mun minna en á apamönnunum frá Asíu, enda voru hálfmennirnir mun fyrr uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.