Úrval - 01.06.1968, Síða 86
Mynd úr AlfrœÖaorðabók Diderots.
1752, bannað að selja þau og end-
urprenta. En það bann var ekki
haldið, og komu þó engar refsing-
ar fyrir, líklega vegna þess að
ýmsir áhrifamenn við hirðina voru
útgáfunni hlynntir, þ.á.m. frilla
konungsins, frú de Pompadour, og
gerði útgáfunni hvorki að seinka,
né hefti þetta hana á nokkurn hátt,
en þriðja bindið kom út haustið
1753. Vinsældir fyrirtækisins fóru
svo ört vaxandi að áskriftum fjölg-
aði úr tveimur þúsundum í fjögur
þúsund á næstu árum. Þá rann upp
árið 1757 og syrti þá enn að.
í sjöunda bindi var lokið orðum
sem höfðu G að upphafsstaf. í því
var, svo sem skiljanlegt er, getið
um Genf. D’Alembert, sem grein-
ina um Genf hafði skrifað, þekkti
staðinn af eigin reynd, því hann
hafði komið þangað á leið sinni
til að heimsækja Voltaire, sem bjó
þar skammt frá. Og minnugur and-
stöðumanna sinna og orðabókar-
innar, notaði hann tækifærið til að
hrósa sem mest líferni prestanna
þar, — en þeir voru Kalvínstrúar
— einlægni þeirra, yfirlætisleysi og
góðum siðum. Úr hverri línu mátti
lesa sér til um það að frönsk presta-
stétt væri höfð í huga til samanburð-
ar, í hverju orði fólst broddur. Hóf-
ust þá árásir að nýju. Páfinn bann-
færði orðabókina (í janúar 1759)
og hæstiréttur Frakklands, þingið í
París, skipaði nefnd til að gagnrýna
hana. En áður en þessari réttar-