Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 40
38
ÚRVAL
Sumir pýramídanna, sem lconungarn-
ir í Kush reistu standa enn, aðrir eru
horfnir.
brotnum leirmunum og umgirt
gaddavír. Hún hafði ekki verið graf-
in upp. Ekki langt þar frá var smá-
hæð, en á henni mynduðu pýramíd-
arnir brotna kórónu. í aðalþyrping-
unni voru 20 pýramídar, og í minni
þyrpingu þar sunnan af voru um 6
fleiri. Þar við bættust nokkrar smá-
steinahrúgur sem merki um hvar
pýramídar hefðu áður verið, ásamt
nokkrum veggjabrotum.
Eyðimörkin, hulin sandi og rauð-
brúnum steinum, breiddist út í all-
ar áttir. Sléttan titraði í hinum gíf-
urlega hita. Ekkert hljóð heyrðist
nema flugnasuð.
Stærstu pýramídarnir voru um
það bil einn þriðji eða einn fjórði af
stærð stóru pýramídanna, en þeir
voru samt mikilfenglegir. Þeir voru
allir byggðir úr dökkrauðum sand-
steini. Sá, sem hafði bezt staðizt
tímans tönn var með hlaðið fordyri.
Á veggjum þess var hægt að greina
máðar lágmyndir, í egypskum stíl,
af konungunum í Kush þar sem
þeir vógu óvini sína eða tilbáðu
guðina, og einnig mátti sjá veðrað
myndletur sem skýrði frá kostum
og sigrum þessara dáðu þjóðhöfð-
ingja.
Konungsríkið Kush — sem Grikk-
ir nefndu Ethiópíu — teygir sig yfir
mest allt landssvæði hins núver-
andi súdanska lýðveldis í 1100 ár.
Þótt Kush léti ekki mikið að sér
kveða, öðlaðist það reynslu í stríði
og friði. Þar reis upp miðstöð hins
forna járniðnaðar, og um tíma réðu
konungarnir í Kush yfir sjálfu
Egyptalandi.
Egyptar nefndu hina suðlægu
granna sína oft Ta-Kenset Nehesu,
„land hinna svörtu“ og stundum
„Hræðilega Kash“. Hebrear breyttu
„Kash“ í „Kush‘, hið sama og um
getur í Mósebókum. Grikkir þýddu
nafnið Ethiópía sem „land hinna
brunnu andlita".
Löngu seinna, þegar íbúar Abbes-
siniuhálendisins tóku kristna trú
á fjórðu öld eftir Krist burð, fundu
þeir nafnið Ethiópía í Biblíunni,
sem þýðingu Grikkja á hinu he-
breska Kush. Þegar Biblían svo
var þýdd á Ge’ez, breyttist Ethi-
ópía í „Iteyopeyá“. Er Abbessíníu-
menn urðu sjálfstæðir tóku þeir
upp þetta nafn yfir land sitt, sem
var á landamærum hins sögulega
Kush-Ethiópíu, en samt alls ólíkt.
Og enn í dag ber það nafnið Ethi-
ópía. Þegar Arabar unnu hina upp-
haflegu Ethiópíu kölluðu þeir land-
ið Balad-as-Sudan, „land hinna
svörtu“, og þetta nafn hefur einn-
ig haldist fram á daginn í dag.
Margar þjóðir byggja Súdan,
sumar hverjar hraustar og her-
skáar. Flestar tilheyra þær þeim