Úrval - 01.06.1968, Side 95

Úrval - 01.06.1968, Side 95
ALLIR UM BORÐ í SÍBERÍU-HRAÐLESTINA 93 hæð nokkra, sem reyndist þegar til átti að taka, aðeins vera samfrosta snjóskafl, sem hvarf undan teinun- um um vorið, þegar hlýnaði í veðri. Vorleysingarnar voru víða ferlegar. í einni slíkri leysingu drukknuðu fleiri hundruð verkamanna, og 230 mílna brautarkafli og 15 brýr eyði- lögðust í því flóði. í rússnesku byltingunni var mik- ið barizt um Síberíujárnbrautina. Það var ekki fyrr en 1920, sem kommúnistar náðu algerlega yfir- ráðum yfir henni. Þeir hirtu síðan ekki mikið um þessa lífæð landsins fyrr en 1930, að Stalin hóf mikla framkvæmdaáætlun og lét tvöfalda teinalínuna og var því verki lokið 1939. Þessi járnbraut gerði Síberíu byggilega. Milljónir rússneskra bænda fluttust austur á bóginn von- glaðir af þeim fyrirheitum stjórn- arinnar, að þar fengju þeir 140 ekr- ur lands kvaðalausar, fyrir sig og fjölskyldu sína jafnframt því, sem þeir losnuðu þá við herþjónustu- skylduna og skatta ýmsa. Til að örva þessa flutninga voru fargjöld höfð svo lág, að fimm manna land- nemafjölskylda mátti ferðast 2500 mílur fyrir 1 dollara og fimmtíu sent, á hvern fjölskyldumeðlim. Vegna þessara stórfelldu mannflutn- inga, og þeir hafa haldið áfram jafnt og þétt síðan, telur nú Síbería 25 milljónir íbúa og er næstum níu tíundu hlutar þeirra með evrópiskt- slafneskt blóð í æðum, en ekki nema einn tíundi innfæddir Síberíumenn. í Seinni heimstyrjöldinni fluttu Rússar mikið af þungaiðnaði sínum austur fyrir Úralfjöll til að forða honum undan sókn nazistanna. Þetta hefði aldrei getað gerzt nema vegna þess að járnbrautin var komin. Að- eins ein af þeim verksmiðjum, sem flutt var þurfti 8. þús. fiutnings- vagna. Eins og nú standa sakir er aukningin í sovézkum þungaiðnaði mest í Síberíu og sá vöxtur grund- vallast fyrst og fremst á járnbraut- inni. Þó að Síbería sé afskekkt land og ekki fýsilegt til landnáms, slær þar einmitt í raun og veru hjarta Sovétveldisins. Síberíujárnbrautin veldur rúss- neskum hernaðarsérfræðingum stöðugum höfuðverk, því að rétt sunnan og vestan við brautina, eru samþjappaðir 7 hundruð milljónir Kínverja, sem þaulnýta hvern skika lands síns, og horfa rauðum augum norður yfir teinana á óbyggt land- flæmið þar. Hvað ætli þeir hugsi, þessir menn, þegar þeir sem ekki geta þverfótað á landi sínu, horfa norður yfir auðar slétturnar, sem sumar hverjar eru í rauninni kín- verskt land, því að það var ekki fyrr en á fimmta tug síðustu aldar, sem Rússar náðu sumum landsvæð- unum á sitt vald. Fyrir ári síðan lýsti Mao Tse Tung þvi yfir að Kín- verja vantaði þetta land. Mörg hundruð mílna vegalengd liggja brautarteinarnir innan skotvíddar frá Kína. Ein jarðgöng sprengd eða ein stór brú, gæti stanzað lestina svo vikum skipti. Það er engin önnur leið heldur fær til að flytja lið, vistir eða hergögn landleiðina frá Rússlandi og austur yfir Síberíu, hvorki sjóleiðina fyrir norðan land- ið eða nokkurt vegakerfi. Ef Kína
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.