Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 123
SQUALUS ER SOKKINN
121
mönnum sínum eins stutt svar í
munn og hægt var. Hann sagði:
— Þrjátíu og þrír. Nei.
Wandank kallaði nú aftur o'g
sagði:
— Við heyrum, að þið eruð að
reyna að senda, en við heyrum
höggin mjög óljóst. Reynið aðhamra
þrisvar hvert orð.
Þvi var tekið með fögnuði um
borð í Squalus að samband skyldi
hafa náðst aftur við skipin á yfir-
borðinu.
Wandank spurði nú, hvað hefði
bilað hjá Squalus.
Mennirnir í turninum, þeir hétu
Smith og Booth, hömruðu í gríð
og erg hin stuttu svör Naquin kap-
teins. Kuldinn í turninum var enn
meiri, en niðri í rúminu, og loftið
var sízt betra. Þeir börðust báðir
við magnleysi og velgju og þegar
Smith hafði hamrað síðasta orðið
í þriðja sinni kastaði hann upp.
Kl, 7.30 hættu þeir um borð í
Squalus að heyra skrúfuhljóðið í
skipunum og vissu ekki hverju það
sætti. Kl. 8 skipti Naquin um menn
í turninum og lét taka til að hamra
spurningar um það, hvað væri ver-
ið að aðhafast á yfirborðinu þeim
til bjargar, en það fékkst ekkert
svar. Kl. 8.30 barst til þeirra enn
ein spurningin, en ekkert svar.
— Hvernig er ástandið um borð,
var spurt.
Naquin svaraði: — Það er sæmi-
legt en kuldinn hrjáir okkur.
Loks var það kl. 9.30, að niður til
hinna aðþrengdu manna barst til-
kynning frá Wandank: — Teljum
okkur hafa fest í ykkur.
Nú víkur sögunni til aðstandenda
og þá fyrst og fremst eiginkvenna,
sem biðu í landi. Þær biðu tiltölu-
lega vonglaðar, því að þeim hafði
verið sagt, að í því stutta samtali,
sem Sculpin hafði átt við Squalus
hefði ekki verið getið um nein slys
á mönnum eða manntap. Flotayfir-
völdin í Portsmouth höfðu því á-
lyktað, að allir væru á lífi um borð
í Squalus og þessi misskilningur var
ríkjandi fram á nótt þann 23. maí.
í morseskeytinu frá Squalus hafði
verið sagt að öllum liði sæmilega
og 33 menn væru í framrúminu.
Þegar þessi boð voru send áfram til
Portsmouth, féll niður að geta tölu
mannanna, ef Wandank hefur þá
náð því, nema menn héldu áfram
að ekkert manntap hefði orðið.
Flestar konurnar höfðu samband
við eiginkonu Gainers, mannsins,
sem hafði ráðist niður í geymarúm-
ið til að kippa úr sambandi rafgeym-
unum. Þetta var kjarkmikil kona,
og trúði því statt og stöðugt, að
maður hennar myndi bjargast, hann
hefði lent í honum kröppum fyrr,
og jafnan sloppið,
Konurnar gerðust samt fljótlega
órólegar, því að ekki var vitað til
að nokkur kafbátaáhöfn hefði slopp-
ið lifandi úr slíku dýpi og Squalus
lá á. Hræðsla kvennanna lýsti sér
vel í framkomu eiginkonu eins for-
ingjans um borð í Squalus, en hún
gekk stanzlaust allt kvöldið og fram
á nótt fram og aftur í flotastöðinni
og leiddi lítinn son sinn sér við
hönd.
Kannski hefur ástandið komið
einna verst við eiginkonu Naquins
Hún hélt þó kjarkinum í samtali við