Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 35
LEIFTURÁRÁS Á ZEEBRUGGE
33
tímaáætluninni. Það var þung und-
iralda, og það gekk ofboðslega illa
að halda skipinu nokkurn veginn
kyrru við hafnargarðinn. Ferjan
Daffodill lagðist því utan á Vindic-
tive og þrýsti því upp að hafnar-
garðinum og hélt því þar nokkurn
veginn kyrru. Helmingur þess liðs,
sem reyndi fyrst að ryðjast upp
landgöngubrýrnar, var felldur með
vélbyssuskothríð. Liðsforingi, sem
misst hafði annan handlegginn í
kúlnahríðinni, veifaði til mannanna
með hinum handleggnum og hvatti
þá óspart til þess að ráðast til upp-
göngu á hafnargarðinni. En land-
gönguliðið gat ekki þaggað niður í
fallbyssunum á hafnargarðinum.
Mennirnir, sem áttu að varpa
sprengjum á flugskýlin og skipa-
kvíarnar, voru stráfelldir, áður en
þeim tókst að ná þangað. Og kúlna-
hríðinni rigndi óaflátanlega yfir yf-
irbyggingu Vindictive, en hún náði
talsvert upp fyrir hafnargarðinn.
Meðan á þessu stóð, hraðaði kaf-
báturinn C-3 för sinni í áttina til
hábrúarinnar. Kúlnahríðin dundi
allt umhverfis hann, enda var auð-
velt að sjá hann vegna eldbloss-
anna. í stefni hans voru 5 tonn af
sterku sprengiefni. Hæfði sprengi-
kúla í mark, mundi kafbáturinn
springa í loft upp og tætast sundur.
Þjóðverjarnir, sem verja skyldu há-
brúna, héldu, að kafbáturinn ætl-
aði að reyna að komast undir brúna
og þannig inn í sjálfa höfnina. Þeir
hlógu. Þeim yrði ekki skotaskuld
úr því að ráða niðurlögum kaf-
bátsins. Þeim tækist að fá áhöfn
hans án nokkurrar fyrirhafnar.
Sandford skipherra sigldi kaf-
bátnum á mikilli ferð inn á milli
stáluppistaða hábrúarinnar og
kveikti í sprengjuþráðinum. Hann
stökk út í lítinn vélbát ásamt mönn-
um sínum, en þeir ætluðu að kom-
ast burt á honum. En skrúfan hafði
eyðilagzt af sprengikúlu. Þeir urðu
því að róa lífróður. Og svo þeytt-
ist hábrúin hátt í loft upp með
geysilegri sprengingu sem risavaxið
blys. Þjóðverjarnir, sem höfðu átt
að verja hana, létu lífið samstundis,
og sambandið milli hafnargarðsins
og strandarinnar var nú rofið. Ein-
um þætti ætlunarverksins var nú
lokið samkvæmt áætlun.
Thetis kom siglandi fyrir endann
á hafnargarðinum, einmitt í sama
bili sem hábrúin sprakk í loft upp.
Ætlunarverk Thetis var að sigla
upp eftir skipaskurðinum og beint
á hlið fyrsta hólfsins. Þau Intrepid
og Iphigenia fylgdu fast á eftir.
Thetis var með mjög mikla slag-
síðu, því að það hafði orðið fyrir
mörgum skotum af fallbyssunum á
hafnargarðinum. En Thetis tókst að
komast í gegnum stálnetagirðing-
arnar, en þó fór svo um síðir, að
skrúfan festist í víraflækjunni.
Thetis hafði orðið fyrir slíkum
skemmdum, að það virtist ekki vera
nein von um það lengur, svo að
skipherrann gaf hinum skipunum
merki um að sigla fram hjá.
Intrepid sigldi í broddi fylkingar
inn í mynni skipaskurðarins, þótt
skothríðin dyndi allt í kring. Því
tókst að komast að skurðmynninu.
Skipherrann sigldi skipinu beint á
austurbakka skurðarins. Stefnið
skal á honum, og svo sveigði hann
skipið til, þangað til skuturinn