Úrval - 01.06.1968, Side 51
HINN SANNNI TILGANGUR LÍKSKURÐAR
49
— Úr fjarlægð virðast þau fög-
ur, en úr nálægð verða þau enn
fegurri. — En ef hann gengi nú
enn lengra og rannsakaði í hverri
einstakri plöntu hin innri hlutföll
milli þeirra smáhluta, sem hver
planta er, og þróunina og viðgang-
inn í þroska hennar og þá röð af
breytingum, sem eiga sér stað með-
an hún vex upp af fræi og unz hún
er fullþroska og sáir nýju fræi,
jafnvel þótt hann læri aðeins brot
af þessu á þokukenndan hátt, þá
sér hann nóg til að skynja, að gleð-
in, sem þessi þekking veitti er ekk-
ert móts við það, sem honum muni
hlotnast, ef hann næmi hið óþekkta
til fulls. — Cicero viðurkennir í
riti sínu um ellina hversu mikinn
hugfróunarmátt jafnvel það, sem
maður sér á kornökrum hefur og
maður aðeins séð það, sem gerist,
staðfest í hinu minnsta undri. Hví-
líkt vald mannslíkaminn hefur yfir
huganum og hversu sterkt það er
munu allir viðurkenna, sem minn-
ast þess að hafa nokkru sinni dáðst
að fögrum hlut með hugarfari, sem
ekki var nægilega undirbúið til að
standast freistingar. Allt, sem að
ytra búnaði er svo áhrifamikið
verkar á sama hátt og hið fjarlæga
blómstrandi engi, því að nákvæm-
lega eins og aðeins sést óverulegur
hluti blómanna á enginu, þannig
sést á mannslíkamanum aðeins yf-
irborðið og þó aðeins minnsti hluti
þess, því hvað sjá aðrir af hinum
sýnilega líkama annað en andlit og
hendur og hversu takmarkaður hluti
af yfirborði þeirra er það ekki, sem
hefur áhrif á skilningarvit vor. Því
vissulega mun sá, sem þekkir mis-
muninn á hinu raunverulega og
hinu sjáanlega yfirborði, eða sá sem
jafnvel horfir á húðina gegnum
stækkunargler, viðurkenna, að af
húðinni sjáum vér aðeins grófasta
hlutann á sama hátt og vér sjáum
aðeins efsta hlutann á kornöxunum
á hinum fjarlæga kornakri. En ef
nú þessi hönd, sem með lögun sinni
og atferli leggur undir sig huga
þess, sem skoðar hana, yrði á sama
tíma krystalstær og sýndi bæði hinn
perlugráa lit hinna földu sina og
það listaverk, sem tekur fram hin-
um frjóustu uppgötvunum, hver
myndi þá ekki viðurkenna, að hug-
ur áhorfandans myndi gleðjast
miklu meir? — En ef hægt væri
að komast lengra inn í hina ein-
stöku hluta húðarinnar og skoða
hinn listilega vef tauganna og hina
hugvitsömu hlykki og völundarhús
æðanna, sem firra mann svo allri
skynsemi, að maður skilur varla
brot af þeim og næstum því aðeins
með ágizkun, hver lætur sér þá
nægja lengur að skynjunin taki að-
eins eftir yfirborðinu og út frá
ánægjunni eða óánægjunni við slíka
athugun dæmi um það, sem eftir
er. — Já, hver myndi ekki segja
eftir að hafa unnið bug á villuráfi
skynjunarinnar: fagurt er það, sem
skynjunin skynjar án líkskurðar,
— fegurra er það, sem líkskurðurinn
leiðir í ljós úr hinum huldu helgi-
dómum, — en fegurst er það, sem
forðast skynjunina, en er þó unnt
að greina með skynsemi og hjálp
hins skilvitlega.
Til að ginna burtu þrána eftir
óleyfilegri ást reyna heiðingjarnir
að draga fram allt það, hjá þeim,