Úrval - 01.06.1968, Side 60
58
ÚRVAL
að velja, að kasta sér út um glugga
á fimmtu hæð eða að brenna
þama inni. Bruun kastaði sér út
um gluggann. Hann fór í marga
hringi á leiðinni niður, en lenti þar
svo í gaddavírsflækju.
Við æddum niður stigann og alla
út úr húsinu. Okkur hafði ekki
gefizt neitt svigrúm til þeeþ að
hugsa til varðmanna eða byssa, sem
kynnu að bíða þar eftir okkur. Við
litum snöggt í kringum okkur, en
sáum aðeins lík liggja þar á víð og
dreif. Varðmennirnir höfðu verið
heppnir. Þeim hafði tekizt að flýja.
Dyrnar, sem lágu að gaddavírsgirð-
ingunni voru opnar. Við hlupum í
gegnum þær. Og enn var gæfan
okkur hliðholl í þetta skiptið. Síð-
asta hindrunin í vegi okkar, sjálf
gaddavírsflækjan, hafði sprungið í
tætlur á einmitt þessum stað, er
sprengjurnar féllu. Og beint fyrir
framan okkur var op í gaddavírs-
flækjunni. Það beið þarna eftir
okkur á nákvæmlega réttum stað og
tíma. Og við þutum í gegnum það út
á götuna.
Til allrar hamingju voru göturn-
ar í kring alveg auðar, og þar
grúfði reykurinn yfir öllu. Núna
voru næstum allir í nágrehninu
komnir niður í loftvarnabyrgi. (Síð-
ar komst ég að því, að þeirra á
meðal var eiginkona mín og 15 ára
gamall sonur, sem höfðu fylgzt með
sprengjuárásinni úr verzlun, sem
var í tæpa 700 metra fjarlægð frá
Shellhúsinu). í augnablikinu virt-
ist sem við félagarnir hefðum alla
borgina út af fyrir okkur. Við sá-
um enga hræðu. Við litum ekki aft-
ur fyijjr okkur, fyrr en síðustu
sprengingarnar kváðu við. Það var
sem öll jörðin gengi í bylgjum. Þak-
hæð Shellhússins féll logandi niður,
um 90 sekúndum eftir að við yfir-
gáfum hana.
Við héldum sinn í hverja áttina
í miklum flýti, og að 7 mínútum
liðnum var ég kominn heim til vin-
ar míns.
Þá um kvöldið frétti ég nánar af
loftárásinni, en hún var ein sú fífl-
dirfskulegasta í gervöllu stríðinu.
Sjaldan höfðu flugmennirnir sett sig
í aðra eins hættu. Árás þessi var
gerð í samráði við dönsku and-
spyrnuhreyfinguna, en fyrir árásar-
flugsveitinni hafði verið sjálfur Sir
Basil Embry, flugvaramarskálkur
Bretlands. Árásin á Shellhúsið kost-
aði brezka flugherinn fjórar
sprengjuflugvélar, tvær orrustuflug-
vélar og níu flugmenn.
En markmiði árásarinnar hafði
verið náð. Að vísu höfðu 8 af föng-
unum á þakhæðinni látið lífið, en
hin hættulegu skjalasöfn Gestapos
voru nú askan ein. Tugum, ef ekki
hundruðum, af meðlimum and-
spyrnuhreyfingarinnar í Kaup-
mannahöfn hafði þannig verið
bjargað frá miklum ógnum.
Þetta var mikil gleðinótt fyrir
okkur, fjölskyldur okkar og vini.
Við vorum ofsaglöð, en það var
samt eins og við Iryðum varla, að
þetta hefði raunverulega gerzt. Og
við, þessir fyrrverandi fangar Gesta-
pos, höldum enn upp á þennan at-
burð. Þeir okkar, sem eru enn á lífi,
koma saman á hverju ári til þess að
ræða um gamla daga og enn finnst
okkur það jafn furðulegt, að þetta
skyldi enda svona vel fyrir okkur.