Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 79
SÁLARFLÆKJUR FJÁRHÆTTUSPILARA
77
1. Koma fjárhættuspil niður á
vinnu þinni?
2. Hafa fjárhættuspil spillt heim-
ilislífi þinu?
3. Hafa fjárhættuspil komið á þig
óorði?
4. Hefurðu nokkru sinni fundið
til samvizkubits að loknu fjár-
hættuspili?
5. Kemur það fyrir, að þú reynir
að afla þér fjár í spilum til
greiðslu skulda, eða til þess að
koma þér úr kröggum?
6. Draga fjárhættuspil úr metnaði
þínum eða afköstum?
7. Hafirðu tapað, finnst þér þá að
þú sért knúður til þess að snúa
hið fyrsta aftur til þess að vinna
upp tapið?
8. Finnst þér þú þurfa að spila
strax aftur, þegar þú hefur
grætt?
9. Spilarðu oft þangað til allt fé
þitt er þorrið?
10. Færðu nokkurn tíman fé að láni
til fjárhættuspila?
11. Hefurðu nokkiun tímann selt
einhverjar eignir til þess að
afla þér spilafjár?
12. Er þér illa við að verja spila-
fé til venjulegra útgjalda?
13. Draga fjárhættuspil úr um-
hyggju þinni fyrir fjölskyldu
þinni.
14. Siturðu nokkurn tímann lengur
við fj árhættuspil en þú ætlað-
ir þér?
15. Seztu nokkurn tímann að fjár-
hættuspili til þess að dreifa
áhyggjum þínum?
16. Hefurðu nokkurn tímann gerzt
brotlegur við lög til þess að
afla þér spilafjár, eða hefur
slíkt hvarflað að þér?
17. Halda fjárhættuspil fyrir þér
vöku?
18. Vekja rifrildi, vonbrigði, eða
aðrar slíkar tilfinningar löng-
un hjá þér til þess að hætta fé
í spilum?
19. Falli þér í skaut eitthvert óvænt
happ, finnst þér, að þú þurfir
þá að setast nokkurn tíma að
fjárhættuspili til þess að halda
upp á það?
20. Hefur sjálfsmorð ncvkkurn
tímann hvarflað að þér vegna
fjárhættuspila?
Kaupsýslumaður segir við starfsbróður sinn:
tíma á því að „slappa aldrei af“.
„Ég spara geysilegan
Frascino..
Hubert I-Iumprey, varaforseti Bandaríkjanna, sem er mikill mælsku-
maður, mælti eitt sinn þessi orð i stuttri ræðu, sem hann hélt í
kvöldverðarboði hjá Félagi fréttaljósmyndara Hvíta hússins: „Kín-
verjar segja, að ein mynd sé á við tiu þúsund orð. Guð almáttugur!
Hugsið ykkur bara, hvað ég hefði afrekað, ef ég hefði gerzt Ijós-
myndari!"
Leslie Carpenter