Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
er hulið og ef til vill óskar eftir
fleiru eða öðru en því, sem er Guðs
vilji, og þannig með réttu verði mér
neitað um það sem ég annars ef til
vill hefði náð. Með Guðs handleiðslu
sný ég mér nú að líkskurðinum
sjálfum og leiði vonandi í Ijós allt
það, sem hingað til hefur verið
órannsakað, með reynslu eða rann-
sókn, og birti þetta augum ykkar
og skilningi. Það er heimska að
halda að það sé nóg að líkskerinn
útskýri tilbúin dæmi fyrir áhorf-
endum og að þeir svo sjálfir geti
lesið eða hugsað um afganginn
heima. Ég skyldi gjarnan játa þetta
ef ekkert af því, sem forfeður vorir
höfðu fyrir satt í líkskurði væri
rangt, eða ef skilningurinn, for-
dómalaus, gengi frjáls í að rann-
saka sannleikann. Nú er málum
samt öðruvísi háttað, og þar sem
ekkert er erfiðara að leggja niður
en fordóma, þá kemur ekkert í nú-
tímaritum fram, jafnvel þótt þau
séu rituð af mestu varkárni, svo
flekklaust, að hleypidómar hafi ekki
skilið eftir sig spor; og ef ég vildi
gera sjálfan mig að undantekningu,
ætti ég skilið ráðningu fyrir víta-
verðan hroka. En til þess að ég, svo
iangt sem hæfileikar mínir og mis-
tök ná, geti sjálfur varið sókn nú-
tímans í sannleik og varast þau mis-
tök, sem aðrir hafa gert, þá mun ég
hvorki byggja á reynslunni einni né
framfæra skynsemisrök ein sér,
heldur reyna að blanda því tvennu
þannig, að ef ekki flestir, þá munu
a.m.k. margir hlutir, þegar að öllu
er gætt, fá sönnunargildi. Þessvegna
vil ég aðeins bera það fram af hinni
almennu þekkingu um efnið, sem
er öllum sameiginleg, jafnvel þeim
heimspekingum, sem deila innbyrð-
is, eins og ég hef sett fram í öðru
riti; og hina mismunandi hluti lík-
amans mun ég ekki sýna fram eftir
afstöðu þeirra, heldur eftir samstöðu
þeirra í efni og hegðan, þannig að
samtímis er tekið tillit til stuttleika
og skýrleika. Ég mún sýna hæ-
versku við að hrinda villum ann-
arra, um leið og ég hugsa um það
sem maður einn sagði: „Rangindi,
jafnvel þau, sem maður hefur ekki
áður heyrt, geta við það eitt að
vera borin fram, verið dæmd og
útlæg ger af viðurkenningu sann-
leikans.“
Skólastrákurinn spyr kennarann, rétt áður en prófið byrjar: „Hvar
get ég sett rafmagnsstrokleðrið mitt i samband?"
Buresch.
Kona er aö lýsa þvi fyrir afgreiðslustúlkunni, hvað hún vilji kaupa:
„Ég er því miður búin að gleyma þ,ví, hvað þetta var kallað í sjón-
varpsauglýsingunum, en maður nuddar því, sko, um allan likamann,
og þá er maður skyndilega kominn í samkvæmiskjól með myndarleg-
an mann upp á armino."
F.F.