Úrval - 01.06.1968, Side 28

Úrval - 01.06.1968, Side 28
26 ÚRVAL lyf valin til frekari prófunar. Tvö þeirra voru boðin Dr. Arthur Keats, sem var alþekktur sérfræðingur um sársauka við Baylor Læknaháskól- ann í Houston í Texas og hann gerði með þeim tilraunir á rann- sóknarstofum sínum. Snemma á árinu 1961 gerðist það að Keats símaði og tilkynnti hverju hann hafði komizt að um lyf þessi. Hann kvað upp úr með að annað þeirra yrði að afskrifa, því að það ylli ofsýnum alveg eins og nalorfínið fræga. Hitt lyfið var pentazocínið, Það var samt farið hægt og gæti- lega að því, í Sterling-Winthrop rannsóknarstofnuninni, að rannsaka efnin enn á ný. Skýrslurnar fóru að hlaðast upp. Það var enginn efi á því að deyfing'areiginleikar penta- zocínsins voru fullgóðir. Og aðeins tæp 20% sjúklinganna kvörtuðu um hliðarverkanir og flestar þeirra voru lítilvægar. Örfáir, sem fengu sérstaklega stóra skammta, sáu of- sjónir. Á meðan á þessu stóð, var penta- zocínið prófað af Rannsóknarstofn- un Heilbrigðismála í Lexington í Kentucky. Þetta voru ströng próf og lyfin voru aðallega reynd á föngum sem gefinn var kostur á því að gefa sig fram til þess arna. Þessi Lexington-próf og rannsókn- ir hafa aldrei í einu einasta tilfelli reynzt sleppa út á markaðinn efni eða lyfi sem hefði minnstu hættu- lega eiginleika og það virðist held- ur ekki ætla að verða nú. í einu prófinu var sjálfboðaliðun- um gefinn sérstaklega stór skammt- ur og æfðir rannsóknarmenn gáðu vel og gætilega að ofsjónum og öðru sem skammturinn kynni að ýta undir. í öðru prófi var ýmist gefið morfín eða pentazocín og kom í ljós að pentazocínið kom ekki í stað morfínsins. Öðrum fyrrverandi eiturlyfja- neytendum var gefið pentazocín í sömu skömmtum og þeir voru áður vanir og þannig reynt að koma þeim af stað, gera þá háða lyfinu og leit- að gaumgæfilega að öllu sem bent gæf.i til að það hefði tekizt. Að lokum var nokkrum hópi gef- inn skammtur af ýmsum lyfjum hveriu eftir annað og þeir beðnir að lýsa því hvert þeim hefði þótt bezt. Þeir höfðu alls enga ánægju af pentazocíninu. Einn þeirra kall- aði það uppþvottavatn! Pentazocínið stóðst því próf vís- indamannanna. Nefndin sem hefur yfireftirlit með eiturlyfjaneyzlu gaf út yfirlýsingu um það að hættan sem fylgdi pentazocíninu væri svo sáralítil að hún skipti engu máli og því væri leyfilegt að selja það á al- mennum markaði. Og í júlímánuði 1967 gaf Matvæla- og Lyfjaráðu- neytið Winthrop Rannsóknarstofn- uninni leyfi til að selja lyfið á al- mennum markaði undir vöruheit- inu Talwin, eftir að ráðuneytið hafði athugað skjöl 15.000 sjúklinga og 45.000 blaðsíður af skýrslum. En enn getur sá tími verið fram- undan að eitthvað finnist athuga- vert, því það er einmitt fyrst þegar farið er að nota lyfið í stórum stíl að í ljós kemur endanlega hvort rannsóknir standast eða ekki. — Pentazocínið hefur samt sloppið fullkomlega og hefur þó verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.