Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 56
54
URVAL
Eg hafði einu sinni skipulagt heilt
lögreglulið á vegum dönsku and-
spyrnuhreyfingarinnar, en Gestapo-
mennirnir virtust samt álíta mig
vera orðinn of þýðingarlitla pers-
Shellhúsið í Kaupmannahöfn
efi'ir árásina.
ónu til þess að halda mér þarna
áfram á þakhæð Shellhússins, en
þar voru aðeins geymdir þeir leið-
togar andspyrnuhreyfingarinnar,
sem þeir álitu vera mjög hættulega
fyrir málstað Þjóðverja. Nú höfðu
Gestapomennirnir miklu meiri á-
huga á að „yfirheyra" þá Dani, sem
höfðu skipulagt skemmdarverk þau,
sem stöðugt var verið að vinna í
verksmiðjum þeim, sem reknar
voru fyrir Þjóðverja, og á járn-
brautakerfinu, lífæð samgöngulífs-
ins.
Auðvitað var ég glaður við til-
hugsunina um að komast burt úr
þessari illræmdu byggingu, en mig
tók það skelfing sárt að verða að
skilja marga vini mína þar eftir til
þess eins að deyja. Neðan frá yfir-
heyrsluherberginu á 6. hæð, þ. e.
næstu hæð fyrir neðan, bárust vein
þeirra samlanda minna, sem verið
var að ,,yfirheyra“. Sífellt fleiri
meðlimir samtaka okkar voru
handteknir eftir því sem dagarnir
liðu, og margir þeirra voru þving-
aðir til þess að leysa frá skjóðunni..
Því voru hin risavöxnu skjalasöfn
Gestapos, sem geymd voru á þrem
neðstu hæðunum, nú næstum full-
unnin. Brátt kæmi að því, að nas-
istunum fyndist þeir vera búnir að
fá nægilegar upplýsingar.
Brátt mundu þeir Ijúka við að
raða saman hinni risavöxnu mynda-
þraut allra þessara upplýsinga og
mynda þannig eina samhangandi
heild. Þá yrðu flestir vina minna
á þakhæðinni annaðhvort skotnir
eða drepnir á seinvirkari hátt. Og'
það var jafnvel enn verra, að fjöldi
leiðtoga innan dönsku andspyrnu-