Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 36
34
ÚRVAL
kenndi grunns við vestari bakkann.
Svo sprengdi hann botninn úr skip-
inu og það sökk til botns en stóð samt
vel upp úr. Þessu markmiði hafði
eining verið náð. Iphigenia fylgdi
fast á eftir, þótt sprengikúlurnar
lentu á því hver á fætur annarri.
Skipherrann kom auga á autt bil
milli stefnis Intrepids og austur-
bakkans. Hann sigldi beint að þessu
auða bili, því að hann ætlaði að
loka því, með því að sökkva skip-
inu í því. Hann sigldi skipinu aftur
á bak og svo aftur fram á við, og
þessu hélt hann áfram nokkra stund,
er virtist vera sem heil eilífð. Að
lokum hafði hann komið skipinu á
nákvæmlega réttan stað. Og svo
sökkti hann skipinu með spreng-
ingu. Það kváðu við lágar drunur
neðansjávar. Og þriðja markmiðinu
hafði verið náð. Verkinu var lokið.
Litlum herskipsbátum var siglt
fast upp að þeim Intrepid og Iphi-
geniu, á meðan þau voru að sökkva,
og áhöfnum þeirra bjargað yfir í þá.
Það gerðist margt furðulegt í
uppnámi því. sem ríkti meðan á
hinni hörðu viðureign stóð. Það kom
stórt gat á stefni eins skipsbátsins,
og þá gerði einn sjóliðinn sér lítið
fyrir og settist bara í gatið til þess
að varna því, að báturinn sykki.
Hópur liðsforingja kom sér fyrir á
björgunarfleka, og svo komust þeir
að því sér til mikillar skelfingar,
að á honum var sjálfvirkt neyðar-
blys, sem kviknaði á, um leið og
flekinn skall í sjóinn, og myndaðist
þannig prýðilegt skotmark fyrir
Þjóðverja. Skipherrann á Intrepid
var skilinn eftir einn á björgunar-
fleka í ógáti, þegar skipsbátur var
að safna skipshöfninni saman. Áhöfn
bátsins hélt, að allir væru komnir
af flekanum upp í bátinun. Skip-
herrann sá, að skipsbáturinn dró
kaðal á eftir sér í kjölfarinu. Hann
kastaði sér því útbyrðis og greip
dauðahaldi í kaðalinn. Skipsbátur-
inn dró hann þannig á eftir sér góð-
an spöl, áður en mennirnir komu
auga á hann og drógu hann upp í
bátinn.
Einni klukkustundu eftir upphaf
árásarinnar hafði tekizt að bjarga
síðustu innrásarmönnunum um borð
í skipin að nýju. Og þá hélt flotinn
af stað til hafs, varinn reykskýjum.
Jafnvel Vindictive tókst að komast
undan. Flaggskipið Warwick hafði
haldið sig nálægt Vindictive, með-
an á viðureigninni stóð, og um borð
í því var Keyes aðmíráll. Þegar síð-
ustu bátarnir stefndu til hafs, sigldi
Warwick fram og aftur fyrir utan
höfnina, ef ske kynni, að það tæk-
ist að bjarga fleiri mönnum. Áhöfn
þess kom auga á yfirhlaðinn skips-
bát, sem var mjög illa farinn. Hann
var aðeins fyrir 50 menn, en nú
voru 100 í honum. Mennirnir í bátn-
um risu upp og hrópuðu húrra fyrir
aðmírálnum, er Warwick nálgaðist
bátinn.
Og húrrahróp þeirra voru síðustu
hljóð þessarar frægu viðureignar,
sem endaði með sigri Breta. í árás-
inn höfðu tekið þátt samtals 1700
menn. Af þeim höfðu 200 fallið og'
400 særzt. Auk herskipa þeirra, sem
hafði verið sökkt viljandi, hafði
Þjóðverjum aðeins tekizt að ráða
niðurlögum eins tundurspillis og
tveggja vélbáta. Innrásarliðið frétti
nú sér til mikillar hrellingar, að