Úrval - 01.06.1968, Síða 36

Úrval - 01.06.1968, Síða 36
34 ÚRVAL kenndi grunns við vestari bakkann. Svo sprengdi hann botninn úr skip- inu og það sökk til botns en stóð samt vel upp úr. Þessu markmiði hafði eining verið náð. Iphigenia fylgdi fast á eftir, þótt sprengikúlurnar lentu á því hver á fætur annarri. Skipherrann kom auga á autt bil milli stefnis Intrepids og austur- bakkans. Hann sigldi beint að þessu auða bili, því að hann ætlaði að loka því, með því að sökkva skip- inu í því. Hann sigldi skipinu aftur á bak og svo aftur fram á við, og þessu hélt hann áfram nokkra stund, er virtist vera sem heil eilífð. Að lokum hafði hann komið skipinu á nákvæmlega réttan stað. Og svo sökkti hann skipinu með spreng- ingu. Það kváðu við lágar drunur neðansjávar. Og þriðja markmiðinu hafði verið náð. Verkinu var lokið. Litlum herskipsbátum var siglt fast upp að þeim Intrepid og Iphi- geniu, á meðan þau voru að sökkva, og áhöfnum þeirra bjargað yfir í þá. Það gerðist margt furðulegt í uppnámi því. sem ríkti meðan á hinni hörðu viðureign stóð. Það kom stórt gat á stefni eins skipsbátsins, og þá gerði einn sjóliðinn sér lítið fyrir og settist bara í gatið til þess að varna því, að báturinn sykki. Hópur liðsforingja kom sér fyrir á björgunarfleka, og svo komust þeir að því sér til mikillar skelfingar, að á honum var sjálfvirkt neyðar- blys, sem kviknaði á, um leið og flekinn skall í sjóinn, og myndaðist þannig prýðilegt skotmark fyrir Þjóðverja. Skipherrann á Intrepid var skilinn eftir einn á björgunar- fleka í ógáti, þegar skipsbátur var að safna skipshöfninni saman. Áhöfn bátsins hélt, að allir væru komnir af flekanum upp í bátinun. Skip- herrann sá, að skipsbáturinn dró kaðal á eftir sér í kjölfarinu. Hann kastaði sér því útbyrðis og greip dauðahaldi í kaðalinn. Skipsbátur- inn dró hann þannig á eftir sér góð- an spöl, áður en mennirnir komu auga á hann og drógu hann upp í bátinn. Einni klukkustundu eftir upphaf árásarinnar hafði tekizt að bjarga síðustu innrásarmönnunum um borð í skipin að nýju. Og þá hélt flotinn af stað til hafs, varinn reykskýjum. Jafnvel Vindictive tókst að komast undan. Flaggskipið Warwick hafði haldið sig nálægt Vindictive, með- an á viðureigninni stóð, og um borð í því var Keyes aðmíráll. Þegar síð- ustu bátarnir stefndu til hafs, sigldi Warwick fram og aftur fyrir utan höfnina, ef ske kynni, að það tæk- ist að bjarga fleiri mönnum. Áhöfn þess kom auga á yfirhlaðinn skips- bát, sem var mjög illa farinn. Hann var aðeins fyrir 50 menn, en nú voru 100 í honum. Mennirnir í bátn- um risu upp og hrópuðu húrra fyrir aðmírálnum, er Warwick nálgaðist bátinn. Og húrrahróp þeirra voru síðustu hljóð þessarar frægu viðureignar, sem endaði með sigri Breta. í árás- inn höfðu tekið þátt samtals 1700 menn. Af þeim höfðu 200 fallið og' 400 særzt. Auk herskipa þeirra, sem hafði verið sökkt viljandi, hafði Þjóðverjum aðeins tekizt að ráða niðurlögum eins tundurspillis og tveggja vélbáta. Innrásarliðið frétti nú sér til mikillar hrellingar, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.