Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
Bláfiskurinn frœgi (Latimeria öhalumnae), fulltrúi fiskastofns, sem talinn var
aldauða fyrir tugum nvilljóna ára, en reyndist lifa út af ströndum Afríku.
um helming aldurs síns. Hugmynd-
ir manna um uppruna lífsins á jörð-
inni eru raktar í fyrrnefndri rit-
gerð Sturlu Friðrikssonar. Lengi
eftir að líf hafði kviknað hér á
jörðinni skildu lífverur aðeins mjög
óglögg og torræð merki eftir í jarð-
lögum enda hafa hinar fyrstu líf,-
verur verið mjög smáar og óþrosk-
aðar og því ekki getað skilið eftir
sig nema litlar menjar. Fyrir um
600 milljónum ára, á svo nefndu
kambríutímabili jarðsögunnar koma
fram í jarðlögum fulltrúar flestra
meginstofna hrygglausra dýra, svo
sem svampa, holdýra, orma, arm-
fætlna, lindýra, liðdýra og skráp-
dýra. Öll hafa þessi dýr lifað í vatni.
Plöntulífs verður vart frá þessum
tíma — einnig í vatni —■ í formi
þörunga. Annars fer minna fyrir
steingerðum leifum plantna en dýra
frá hinum fyrstu skeiðum jarðsög-
unnar. Kambríutímabilið er fyrsta
tímabil fornlífsaldar jarðsögunnar,
en hún stendur þar til fyrir um
200 milljónum ára. Að loknu kam-
bríutímabili fornlífsaldar verður
vart fyrstu landdýra. Það eru
hrygglaus dýr, einkum liðdýr. Jafn-
framt koma fram fyrstu hryggdýrin
í sjó eða vatni: frumstæðir fiskar.
Er líður á fornlífsöld, leita hrygg-
dýrin á land: breytast úr fiskum í
froskdýr. Skyldir fiskum þeim, sem
landdýr þróuðust af, eru lungna-
fiskar, sem þekktir eru í jarðlögum
frá þessum tíma. Nú lifa á jörðinni
þrjár tegundir lungnafiska: í Af-
ríku, N-Ameríku og í Ástralíu, ein
tegund á hverju svæði. Þessir fisk-
ar lifa í ferskvatni, þar sem vatn
þornar oft upp nokkurn hluta árs
eða verður ólíft fiskum sakir súr-
efnisskorts. Venjulega andar
lungnafiskur með tálknunum sem
aðrir fiskar, en er harðnar í ári
getur hann andað með nokkurs kon-
ar lunga eða lungum, sem er um-
myndaður sundmagi lungnafisks.
Eyruggar og kviðuggar lungnafiska
minna nokkuð á útlimi landhrygg-
dýra, en á fræðimáli kallast Cross-
opterygii, enn líkari útlimum land-
dýra. Handuggar eru skyldilr
lungnafiskum og ásamt þeim ná-