Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 97
ALLTR UM BORÐ i SÍBERÍU-HRAÐLESTINA
95
(bai kal þýðir „auðuga vatnið“).
Það er 395 mílna langt og er lang-
dýpsta vatn veraldar, meira en mílu
djúpt, og vatnsmagnið í því er
næstum eins mikið, eins og í öllum
fimm Stóru vötnunum í Bandaríkj-
unum samanlagt. í Baikal er um
1800 tegundir af plöntu- og dýra-
tegundum og af þeim fjölda eru
1000 hvergi til annars staðar en
þarna. Á ströndum vatnsins er að
finna gull og olíu og vatnið er svo
hreint, að hægt er að nota það óeim-
að á rafgeyma. Meginauðæfi þessa
vatns liggja þó ekki í gæðum þess
heldur magni. Nú þegar er Baikal-
vatnið stærsti einstakur vatnsafl-
gjafi þessa heims og það er enn
eftir að byggja vatnsaflstöðvar þar.
Ein slík virkjun við Angara ána,
sem rennur úr Baikalivatni er stærri
og framleiðir meiri kraft en allar
45 virkjanir í Tennessee dalnum
samtals. Markmiðið er að reisa 11
slíkar virkjanir enn og á hver þeirra
að vera álíka kraftmikil og þessi.
STEPPURNAR MIKLU
Fyriri vestan Baikali taka við
Síberíusteppurnar, víðáttumestu
sléttur veraldarinnar, nsdrri eins
stórar og öll Vestur-Evrópa. Þessar
sléttur bera nafn með réttu, því að
þær eru eins og hefluð fjöl. Þegar
hingað vestur er komið, tekur fólki
að fjölga og borgum einnig og þú
ferð að finna lyktina af Evrópu.
Næst koma Úralfjöllin og þar er
markasteinninn mikli, sem áður er
nefndur, „tárasteinninn“, sem seg-
ir ferðalangnum að nú sé hann kom-
inn til Evrópu eða að hverfa úr
henni, ef hann fer í austurátt. Vega-
lengdamerkjasteinarnir höfðu svo
lengi gefið til kynna miklar vega-
lengdir eins og 9000 — 8000 -— 7000
kílómetra að leiðarenda, að mér
fannst eins og ég þyrfti að fara að
tína saman föggur mínar, þegar ég
las á merkjasteininum mikla að eft-
ir væru til Moskvu 1778 kílómetrar,
en svo áttaði ég mig, þetta voru í
raun og veru 1100 mílur.
Ég stóð við hliðina á provodnikn-
um, þegar við renndum inn á braut-
arstöðina í Moskvu og þegar lestin
hristi sig um leið og hún stöðvaðist
litum við báðir á úrin okkar. Sex
og hálfan sólarhring hafði þessi
mikla lest rrmnið heimsálfa á milli
í vesturátt, og runnið lengri leið,
en sem svarar frá New York til
Hawai, og farið yfir sex tímabauga,
næstum fjórðung leiðarinnar um-
hverfis jörðina, og komið við á 82
stöðvum. Provodnikinn hristi höfuð-
ið ólundarlega, þegar hann hafði
horft um stund á úr sitt.
Þennan dag var Hraðlestin mikla
tæjum 90 sekúndum á eftir áætlun.
Konu nokkurri varð svo að orði, er hún var að virða fyrir sér for-
kunnarfagra loðkápu: „Ég hef ofnæmi fyrir minnkaskinnum. Ég
verð blátt áfram veik, þegar ég sé aðra konu klæðast þeim.“
H.O.