Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 47
EL GRECO
45
síðan þekktur undir nafninu E1
Greco (= Grikkinn). Mjög lítið er
vitað um æskuár hans, en af ýms-
um verkum hans þykir mega ráða,
að hann hafi fyrst stundað nám í
býzanskri tréskurðarmyndamálun.
Síðar flutti hann til Feneýja, vann
í vinnustofu Titians og lærði þar
margt og mikið, einkum í meðferð
lita. Nokkrum árum síðar fluttist
hann til Rómar. Þá komu fram til-
lögur um að mála upp nokkrar af
hinum nöktu persónum í málverki
Michelangelos Hinn efsti dómur. Þá
átti E1 Greco að hafa látið frá sér
fara svohljóðandi yfirlýsingu:
„Eyðið allri myndinni og leyfið
mér að gera aðra. Ég skal gera
aðra mynd, sem segir allt af hrein-
skilni, en býr þó yfir fullu vel-
sæmi“. En andi og list Michelangel-
os sat í efsta sæti í Róm og vonir
E1 Grecos urðu þar að engu. Hon-
um var vísað í útlegð.
Næst fréttist af E1 Greco árið
1577 og þá var hann seztur að í
Toledo, hinni fögru og fyrrverandi
höfuðborg Spánar. Þar hafði hann
tekizt á hendur að mála hina nýju
Santo Domingo el Antiguo-kirkju.
Þessi fornfræga borg hafði mikil
áhrif á hann sem málara og til þess
að skilja list hans verða menn að
þekkja borgina og meta hana rétt.
Þegar E1 Greco kom til þessarar
borgar, var hann varla meira en
góður annars flokks listamaður, en
fimm árum seinna er hann orðinn
einn af hinum mestu snillingum,
sem uppi hafa verið. Toledo vakti
hann til dáða, — þar gerðist krafta-
verk og gerbylting í list hans. Að-
dáun hans á borginni sést greini-
lega á málverki hans „Útsýn yfir
Toledo“. Myndin er varla rétt gerð
frá sjónarmiði byggingafræðinnar,
en í henni er ennþá meiri Toledo-
andi, heldur en nokkurn tíma er í
borginni sjálfri.
Þarna lifði hann 37 ár og bjó á
þremur stöðum í borginni, en lengst
þó og síðast í allstórri höll með 24
herbergjum. Konan í lífi hans hét
Jeronima de las Cuevas og fegurð
hennar birtist í málverkinu La
Dama del Armino. En var hún eig-
inkona hans? Engin fullnægjandi
sönnun er til fyrir því. Einn ævi-
sagnaritari telur ástæðuna fyrir
því, að E1 Greco lét aldrei lögfesta
samband þeirra, vera það, aS hann
hafi átt eiginkonu á Ítalíu.
Jeronima fæddi honum einn son,
sem hér hefur áður verið nefndur.
Hann var einnig málari og vann
með föður sínum. Frægasta mál-
verk E1 Grecos nefnist Jarðarför
Orgaz hertoga og fremst á þeirri
mynd er mjög fallegur drengur með
hvítan klút í vasanum, en á klút-
inn er nafn listamannsins ritað á
grísku, ásamt orðunum „É'g málaði
þetta“, og þar er einnig fæðingar-
ár Jorge Manúels. Þessi mynd er á
altaristöflunni í Santo Tomé-kirkj-
unni í Toledo og á að sýna, hvar
heilagur Ágústus og heilagur Stefán
stíga niður af himnum til að jarð-
syngja þann, sem lét byggja kirkj-
una, en það var Gonzalo Ruiz, her-
togi af Orgaz.
Einnig voru í húsinu roskinn hús-
vörður og matreiðslumaður, sölu-
maður listamannsins og nokkrir
nemendur hans. Þegar listamaður-
inn átti nóga peninga, lét hann tón-