Úrval - 01.06.1968, Side 116
114
ÚRVAL
þarna að einmitt í þann mund, að
Maness taldi ekki lengur fært að
halda dyrunum opnum. Þegar kokk-
urinn var kominn inn fyrir, gat
hann ekki beðið lengur jafnvel þótt
hann hefði vitað einhverja enn vera
afturí.
Venjulega var mjög auðvelt að
láta aftur þessar þungu stálhurð,
en nú stóð báturinn næstum lóðrétt
uppá endann, og þess vegna varð
að lyfta hurðinni, en hún vó nokk-
ur hundruð pund og það gat eng-
inn komizt að til að hjálpa Man-
ess vegna þrengsla. Hann tók á af
öllum kröftum og meira þó, því að
hér var um lífið að tefla og eftir
mikil átök tókst honum að loka.
Nokkrum augnablikum síðar snerti
Squalus botninn og settist síðan
kjölréttur, en lyfti síðan aðeins
framstafninum og stöðvaðist þann-
ig. Maness bar vasaljósið upp að
kýrauganu á klefanum og sá olíu-
mengað vatn streyma hjá að utan.
Klukkan var 8.45 og þannig ekki
liðnar nema fimm mínútur, frá því
Squalus hafði stungið sér, en samt
varð það ekki greint á yfirborði
sjávar að þetta skip hefði nokkurn
tímann verið til.
STUNGIÐ UNDIR STÓL
Þá víkur sögunni aftur til ársins
1925. Svíinn Momsen lá vakandi og
harmaði örlög félaga sinna á S-51.
Hann hafði átt einn sinn bezta kunn-
ingja þar um borð. Þeir höfðu ver-
ið saman á sjóliðsforingjaskólanum
og miklir mátar. Hann hét Haseld-
en þessi maður. Þegar S-51 var
dreginn úr djúpunum, var greini-
legt, að Haselden hafði dáið kvala-
fullum dauða og það var svipur-
inn á andliti hans, sem hélt vöku
fyrir Momsen og þess vegna hratt
hann nú í framkvæmd því áformi
sínu að finna einhver ráð til að
bjarga mönnum, sem voru innilok-
aðir í kafbáti á hafsbotni.
Hann teiknaði bjöllulaga klefa,
opinn í annan endann. Hann hugs-
aði sér síðan að gengið væri þann-
ig frá dekklúgum kafbátsins ekki
ósvipað og nú er á þvottavélum,
þannig, að þegar þessi bjölluklefi
hans væri látinn síga niður á dekk-
ið, félli hann vatnsþétt að lúgun-
um. Það væri þá hægt að opna þær
og mennirnir gætu skriðið upp í
klefann, sem síðan væri hægt að
loka.
Momsen sýndi öðrum skipstjór-
um teikningar sínar og bar undir
þá ráðagerðirnar. Þeim fannst þetta
öllum snjallt mjög og örvaður af
undirtektum þeirra sendi hann
teikningarnar til hærri staða,
Yfirforingi kafbátastöðvarinnar í
Nýju-London, kapteinn Ernest J.
King fannst mikið til um þessar
áætlanir og sendi þær áfram til
Washington til þeirra yfirvalda þar,
sem mestu réðu um alla smíði kaf-
báta. f þessum stað létu menn sér
hægt um allar nýjungar, og vik-
urnar urðu að mánuðum og mán-
uðirnir að árinu og ekkert heyrðist
frá Washington um hina nýju upp-
götvun Momsens og hann fór að
ímynda sér að eitthvað það hefði
komið í ljós við athugun á teikn-
ingunum, sem farið hefði framhjá
þeim í Nýju-London og myndi þær
líkast til vera óhæfar. Hann tók
því að brjóta heilann um nýja að-