Úrval - 01.06.1968, Side 41

Úrval - 01.06.1968, Side 41
PÝRAMÍDARNIR í KUSH 39 kynstofni, sem nefndur er „Ham- ítar“, eða réttilegar „Erythriotar", þar sem morðið „Hamíti“ á í raun og veru við tungumálaflokka. Þeir eru fremur grannvaxnir, með liðað hár en ekki hrokkið, og skýra and- litsdrætti svipað og Evrópubúar, en húð þeirra er svört eins og húð negra. Þeim er vanalega skipað í flokk með negrum þótt þeir séu í raun og veru í sér hóp mitt á milli hvítra manna og negra. Þar að auki eru í Suður-Súdan mjög hávaxnir og grannir Nílar- negrar, í suðaustri og suðvestri eru ættflokkar Skógarnegra, sem eru þreknir, vöðvastæltir og breiðnefja. í norðaustri hafa þjóðareinkennin mjög blandazt arabísku blóði. Um árið 800 fyrir Krist burð var konungdæmið Kush stofnað, eftir að Egyptar höfðu um aldaraðir far- ið ruplandi og rænandi um land- ið, en í Egyptalandi logaði allt í innanlandsófriði. Konungarnir í Kush gátu þá lagt Egyptaland und- ir sig og stofnuðu 25. konungsríki Egyptalands, hið ethiópíska. Hinn þáverandi konungur í Kush, Taharqa, lenti í deilum við hina herskáu Assýringa, og þeir ráku hann og eftirmann hans eftir blóð- uga bardaga úr Egyptalandi. Kon- ungarnir í Kush héldu áfram að stjórna ríkjum sínum frá höfuð- borginni Napata við Nálarfljót ekki langt frá þeim stað, sem Merawi stendur í dag. Lítið er vitað um stjórn þeirra fyrir utan það, sem hefur fundizt í fáeinum áletrun- um. Yfirstéttin í Kush aðlagaði sig egypskum háttum og siðum og réði til sín egypska skrifara til að teikna minnismerki með áletrun- um á egypsku. Konungarnir klæddust að egypsk- um sið í pils úr útsaumuðum hör- dúk og á höfðinu báru þeir skraut- legan búnað prýddan gylltum eft- irlíkingum af haukum, kobraslöng- um og öðru skrauti. Þar við bætt- ist að vangar þeirra voru skreytt- ir ættartáknum, en þessi siður hef- ur haldið velli í Súdan fram á vora tíma. Drottningarnar, sem voru akfeitar, klæddust síðum og afar litskrúðugum pilsum, en voru oft- ast naktar fyrir ofan mitti. Þegar hinn persneski konungur Kambiz lagði undir sig Egyptaland árið 525 fyrir Krists burð sendi hann her inn í Kush, en sá hvarf sporlaust. Seinna lögðu persneskir konungar undir sig nyrzta hluta Kush, sem nú heitir Núbía. Kon- ungarnir í Kush héldu áfram að ráðskast í ríki sínu þar fyrir sunn- an. Þeir fluttu höfuðborgina frá Napata, sem var nú annaðhvort á valdi Persa eða óþægilega nálægt landamærunum, til Barua, sem var lengra upp með ánni og Grikkir nefndu Meroe. Héðan stjórnuðu þeir landi sínu í margar aldir. Ásamt öðrum egypskum siðum og háttum tók konungsættin í Kush einnig upp á því að byggja pýramída. í Napata og Meroe eru um 70 konunglegir pýramídar og yfir 150 smærri fyrir konungs- fjölskylduna. Þeir héldu áfram að byggj a pýramída þar til konungs- ríkið leið undir lok um árið 350 eftir Krists burð, en 2000 árum áður hafði þessi sami siður liðið undir lok í Egyptalandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.