Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 124
122
ÚRVAL
blöðin og sagði, að þeim myndi öll-
um hafa verið bjargað á morgun og
það var ekki fyrr en hún gekk ein
upp tröppurnar á húsi sínu að hún
brast í grát.
Næst segir frá Momsen, að hann
snaraðist upp í flugvél í Washing-
ton kl. 7,30 og flaug til Portsmouth.
Vélin var lítil tveggja hreyfla vél
og komst ekki áfram með meiri
hraða en 150 mílum á klukkustund
— og Momsen fannst seint ganga,
en vonaði að hann kæmi þó ekki of
seint.
I fylgd með honum voru tveir
læknar og kafari. Mennirnir fóru
allir um borð í strandgæzlubát, þeg-
ar þeir komu til Portsmouth. Það
rigndi ákaft og Momsen skalf af
kulda, því að hann hafði ekki gefið
sér tíma til að klæðast skjólfatnaði,
þegar hann rauk af stað frá Wash-
ington heldur hafði farið eins og
hann stóð á skrifstofunni, í léttum
bómullarfötum með pananahatt. Það
varð einhver til að lána honum ull-
arfrakka. Þegar strandgæzlubátur-
inn nálgaðist staðinn, sáust ljósin
á skipunum fjórum, Sculpin, Wan-
dank, Penacook og Chandler, þar
sem þau lágu í hring, sem var um
það bil 300 jardar í þvermál. Þau
lágu öll fyrir akkerum og höfðu
auga á baujunni, sem látin hafði
verið út, þar sem Penacook festi í
Sculpin. Tveir strandgæzlubátar ösl-
uðu þarna fram og aftur og létu
leitarljós sín leika um hafflötin inn-
an þessa hrings.
Momsen fór um borð í Sculpin, en
þar var Cole aðmíráll, sem bað
Momsen umsvifalaust að taka að
sér stjórn björgunarinnar.
Eftir að Penacook hafði fest í
Squalus, eins og menn vonuðu að
væri, þá var ekki mikið hægt að
aðhafast fyrr en Falcon kæmi með
björgunarklefann. Momsen hafði
ekki hikað við að nota gervilungað
til björgunar, þó að sjórinn væri
kaldur, en nú var það ekki ráðlegt,
þar sem 15 klukkustunda bið í kaf-
bátnum hlaut að hafa dregið all-
mikið úr þreki skipshafnarinnar.
Falcon kom kl. 4.20 um nóttina,
og það tók fimm klukkustundir að
koma honum fyrir í þeirri aðstöðu,
sem nauðsynlegt var, áður en björg-
unartilraunir gætu raunverulega
hafizt. Áhöfn sú sem aðstoðað hafði
Momsen við tilraunir hans margar,
hafði flogið frá Washington eins og
Momsen sjálfur og voru þessir menn
allir komnir um borð í Sculpin og
kynntu þeir sér gerð skipsins, þar
sem sá kafbátur var nákvæmlega
eins og Squalos, Klukkan var orðin
10.14 um morguninn, þegar fyrsti
kafarinn, maður að nafni Martin
Sibitzky, klifraði yfir borðstokkinn
á Penacook og lét sig síga niður
eftir tauginni, sem Penacook hafði
fest Squelus að haldið var.
Momsen hafði stöðugt símasam-
band við Martin, og Martin kafaði
stöðugt dýpra — 50 fet ‘— 100 fet —
150 fet — 200 fet og enn hélt Martin
áfram að láta sig síga. Loks sendi
hann þau boð, að hann sæi kafbát-
inn —■ stend á dekkinu á honum
— er á bógnum — Monsen símaði
niður: — Sérðu lúguna? Já, Martin
sá hana, hann var rétt hjá henni.
Það mátti kallast heppni og hún
stór, að Penacook hafði ekki aðeins
fundið Squalos með slóða sínum,