Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 58

Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 58
56 ÚRVAL bæðu brezka flugherinn um að reyna þetta.... Og tækist flug- mönnunum að finna húsið í þessu þéttbyggða hverfi, þar sem öll bröttu þökin virtust hverju öðru lík . . . þá mundi kannske takast að eyðiieggja allt skjalasafn Gesta- pos í húsinu og bjarga þannig and- spyrnuhreyfingunni okkar. Og sú hræðilega þolraun tæki kannske fljótt enda fyrir okkur fangana á þakhæðinni, sem vorum langt frá því að vera „ómissandi". Klukkan 8.55 f. h. Fangavörður- inn Wiesmer með svipbrigðalausa andlitið og tveir aðrir hermenn komu nú að klefa mínum til þess að fylgja mér út úr húsinu. Við lögðum af stað niður stigana. Þeg- ar við gengum framhjá fjórðu og þriðju hæð, kom 'ég sem snöggvast auga á geysilangar raðir af skjala- skápum, sem voru troðfullir af hættulegum skýrslum, sem ógnuðu tilveru félaga minna. Hversu heitt ég þráði þá stundina að hafa hand- sprengju meðferðis! Við komum að aðalinngöngudyr- um hússins, en þar stanzaði Wies- mer og bölvaði kröftuglega. „Morg- unbíllinn er farinn. Nú verðum við að bíða til klukkan eitt.“ Því lá leiðin aftur í fangaklefann . . . og þangað var ég kominn aftur klukk- an 9.02 f. h. Ég áleit þessa töf ekki neitt mik- ilvæga né heldur þá staðreynd, að ég var ekki settur í gamla klefann minn aftur. Hann var númer 10, en klefinn, sem ég var nú settur í, var númer 6. Hvaða máli skiptu nokkr- ar klukkustundir í viðbót, þegar ég átti nú bráðum að yfirgefa vini mína að eilífu, jafnvel án þess að kveðja? Ég var alltaf að líta á úr- vísana, sem nálguðust hægt og hægt hinn ákveðna brottfarartíma minn. Klukkan varð 10.00 . . . 11.00 . . . 11.15. . . . Ekki grunaði mig, að hin „óhugsanlega“ loftárás, sem við höfðum vonazt svo lengi eftir, væri nú alveg á næstu grösum. Okkur grunaði ekki, að Bandamenn höfðu notfært sér slæmu veðurskilyrðin til þess að gera óvænta skyndiárás. Það voru 46 flugvélar í árásarflot- anum, 18 Mosquitosprengjuflugvél- ar og 28 Mustangorrustuflugvélar. Og nú stefndu þær beint á Shell- húsið og nálguðust það óðum. Klukkan 11.18 f. h. Ég spratt á fætur, þegar ég heyrði ýlfrið í flug- vélunum, sem steyptu sér niður. Og svo skullu sprengjurnar á Shell- húsið. Gólfið á þakhæðinni bylgj- aðist ofboðslega undir fótum mér. Rykkóf þyrlaðist um allt, svo að það varð erfitt að sjá eða anda. Rúmið hentist þvert yfir gólfið, og allt lauslegt í klefanum þeyttist fram og aftur. Ég gerði mér grein fyrir því, að þetta voru bara sprengjurinar frá fyrstu flugvéla- bylgjunni, sem flaug yfir Shellhús- ið. Tækist þeim að eyðileggja skjalasafnið, sem var bara 30 fet- um fyrir neðan okkur? Tækist þeim að eyðileggja það . . . án þess að verða okkur að bana um leið? Ég tók upp tréstólinn minn og henti honum í klefahurðina. Mér til mikillar undrunar splundraðist hún. Ég æddi fram á gang, en þar stóð Wiesmer og ætlaði að hindra mig í að komast leiðar minnar. — Mosquitosprengjuflugvélarnar voru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.