Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 6

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL lífeðlisfræði, lífefnafræði, vefja- fræði, frumufræði, erfðafræði, forn- líffærafræði eða steingervingafræði. Jafnvei stjarnlíffræði — astrobio- logia — leit að lífi á öðrum hnött- um, er til sem sérleg fræðigrein. Læknisfræði og landbúnaðar- fræði verða einnig að teljast til líf- fræði í víðustu merkingu, enda er sennilegt, að fyrstu tilrarmir manna til að skipa þekkingu sinni á hinni lifandi náttúru í samhangandi kerfi hafi sprottið af þörfum þjóðfélagsins til að lækna sjúka og framleiða fæðu af ökrum og kvikfénaði. Af ieirtöflum Mesopotamíumanna sem eru allt að 5000 ára gamlar, má lesa allmikið safn athugana um lík- ama manna, heilbrigða og sjúka, sömuleiðis af nokru yngri ritum Egypta. Leirtöflur og papýrustrang- ar þessara þjóða bera einnig vitni þekkingu á kynbótum plantna og dýra. Forngrikkir tóku við arfleifð þessara gömlu menningarþjóða og ávöxtuðu. í grískum vísindum var saman safnað í skipulegt kerfi þekkingu á öllum meginsviðum raunvísinda langt fram yfir það, sem vér þekkjum með eldri menn- ingarþjóðum, enda höfðu grísk vís- indi áhrif á þróun vísinda í Evrópu og N.-Afríku löngu eftir að veldi Grikkja var liðið undir lok. Xenó- fon, sem uppi var um 400 f.Kr., lærisveinn Sókratesar, skrifaði m.a. um landbúnað. Hippókrates, sam- tímamaður Xenófons, er stundum er nefndur faðir læknisfræðinnar. í ritum sínum leggur hann að lækn- um að athuga sjúklinginn vandlega og leita náttúrlegra orsaka sjúkleik- ans. Raunar er ekki ljóst, hve mik- ið af þeim liðlega 100 ritum, sem kennd eru Hippokratesi, eru verk hans, og hver verk lærisveina hans. Hann var hlynntur tilraunum og at- hugunum, en annars hölluðust margir Grikkir frekar að fallegum kennisetningum en að tilraunum. Aristóteles (384—322 f. Kr.) var einn hinn fremsti líffræðingur Grikkja. Hann dró saman óhemju þekkingu um lifandi verur. Þótt hann væri heimspekingur í grísk- um anda, nemandi Platóns, sem fyrirleit tilraunir, en aðhylltist rök- þrungnar fræðisetningar, aflaði Aristóteles þekkingar í lífeðlisfræði og fósturfræði með tilraunum og athugunum, svo sem krufningu. Yf- irburðir hans á sviði líffræði öfluðu honum slíkrar frægðar, að skoðanir hans urðu ríkjandi í evrópskum vísindum fram allar miðaldir og lengur. Fimmtán öldum eftir daga Ari- stótelesar voru rit hans í búningi og túlkun miðaldakirkjunnar fjötur um fót frjálslyndum fræðimönnum, ekki aðeins í líffræði, heldur einnig og kannski enn frekar í eðlisfræði, þar sem kunnátta hans var mun lakari en innan líffræðinnar. Jafnvel á átjándu öld, er sænski náttúrufræðingurinn Carl Linné, sem síðar verður getið, hóf vísinda- feril sinn, lagði hann meiri trúnað á skoðanir Aristótelesar en á eigin athuganir. Aristóteles taldi storka og svölur ekki farfugla, heldur lægju þessir fuglar í dvala á veturna. Þessu trúði Linné, þótt hann sæi storka og svölur fljúga til suðurs frá smálenzkri heimabyggð hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.