Úrval - 01.06.1968, Side 13

Úrval - 01.06.1968, Side 13
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . . 11 kenningum sem seinna urðu ríkj- andi. Nokkrir samtímamenn Lamarcks hugleiddu þróun lifandi vera sem líklegasta skýringu ýmissa vanda- mála líffræðinnar. Meðal þeirra voru Englendingurinn Erasmus Darwin, sá: er síðar verður nefnd- ur, og þýzka skáldið og heimspek- ingurinn Johann Wolfgang von Goethe (1749—1832). Goethe bar saman beinagerð manna og ýmissa dýra og þóttist margt sjá líkt, en hlaut daufar undirtektir. Á fyrri hluta nítjándu aldar færðu jarðfræðingar, með Bretann Char- les Lydell (1797—1875) í broddi fylkingar, rök að því, að hamfara- kenning Cuviers fær ekki staðizt. Jarðsagan staðfesti ekki hugmyndir Cuviers um stórhamfarir. Raunar var auðséð, að jörðin hefur tekið miklum breytingum á löngum tíma, en þessar breytingar eru oftast hægar, meira í ætt við þróun en við byltingu; og voldugar náttúru- hamfarir um jörð alla, á borð við þær, sem Cuvier boðaði, urðu ekki lesnar úr jarðlögum. Þegar hér var komið, hlutu ýms- ir fræðimenn að leita skýringar á fyrirbærum líffræðinnar í þróun líf- vera. Einn þessara manna var Alfred Russel Wallace (1823—1913), ensk- ur náttúrufræðingur og landkönn- uður. Wallace' kannaði strendur Amazonfljóts og síðan stór svæði eyja milli Indlands og Ástralíu. Þar rannsakaði hann útbreiðslu og lifn- aðarhætti fjölda dýra, svo sem pokadýra og órangútana. Hann kynnti sér einnig líkamsgerð og lifnaðarhætti frumstæðra mann- flokka. Hann þekkti vel til hug- mynda jarðfræðingsins Lyells um bróun jarðarinnar. Wallace las með athygli þjóðfélagskenningar ensks prests að nafni Thomas Robert Malthus (1766—1834), en hann hélt því fram, að mönnum fjölgaði ör- ar en svo, að jörðin gæti fætt þá alla. Leiddi af þessu baráttu og stríð. Wallace sá nú, að margt í heimi lífveranna varð bezt skýrt með þróun, þar sem viðkoma ein- staklinganna leiddi til offjölgunar, svo sem Malthus boðaði í mann- heimi, svo að aðeins þær plöntur og þau dýr, sem bezt voru aðhæfð ríkjandi aðstæðum héldu velli. Wallace frétti af öðrum Englend- ingi, sem fékkst við sömu vanda- mál og hallaðist einnig að þróunar- hugmyndum. Þessi maður var Char- les Darwin (1809—1882). Árið 1858 barst Darwin bréf frá Wallace, sem þá var á Borneó. í bréfinu greindi hann Darwin frá niðurstöðum sín- um og æskti álits hans. Darwin hafði þá þegar komizt að svipaðri niðurstöðu og Wallace. Afi hans, Erasmus Darwin (1731—1802), hafði reifað aðaldrætti þróunar- kenningar, en ekki vakið athygli, kannski meðal annars vegna þeirrar óvenjulegu venju að setja vísinda- legar hugmyndir sínar fram í ljóða- formi. Charles Darwin hafði, eins og Wallace, lesið verk jarðfræðings- ins Lyells og þjóðfélagsfræðingsins Malthusar. Hann sigldi árið 1831 sem náttúrufræðingur með ensku könnunarskipi í fimm ára leiðangur umhverfis jörðina og gerði þá fjölda athugana á útbreiðslu, lifnaðarhátt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.