Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 3
o£Tö
H/ur'
FORSPJALL
r-A^.
j
ÞEGAR NÝTT ÁR gengur í garð og
hátíðleiki jóla og glaumur gamlárs-
kvölds eru um garð gengin, grípur
hugann gjarnan eilítil tómleika-
kennd. Framundan er þá aðeins um
sinn nakinn hversdagsleiki, vetrar-
hörkur, skammdegi og löng bið eftir
vori og hœkkandi sól. Það styttir
þó vonandi biðina að þessu sinni,
að nú er ögn bjartara um að litast
í þjóðmálunum, efnahagurinn stend-
ur til bóta, bátarnir eru farnir að
róa og fyrirheit EFTA á næsta leiti,
hvernig sem þau rætast. Sá er hátt-
ur sumra dagblaða að leita um ára-
mót til kunnra manna, biðja þá að
líta yfir farinn veg og staðnæmast
við hið markverðasta sem gerzt hef-
ur. Að þessu sinni voru flestir sam-
mála um, að tveir atburðir gnæfðu
yfir aðra. á liðnu ári, annar inn-
lendur en hinn af erlendum vett-
vangi. Sá fyrrnefndi er væntanleg
aðild íslands að EFTA, en hinn síð-
arnefndi tunglskot Bandaríkja-
manna. Báðir eiga þessir stóratburð-
ir það sameiginlegt, að þeir munu
ef til vill gjörbreyta lífi okkar og
högum, og er ekki ástœða til ann-
ars en vona, að sú breyting verði
til batnaðar.
MEÐ ÞESSU HEFTI hefst 29. ár-
gangur úrvals. Blaðið heldur áfram
stefnu sinni, enda virðist hún hafa
fallið í góðan jarðveg. Upplagið
jókst verúlega á síðasta ári, þrátt
fyrir minni kaupgetu almennings
en áður. Með þá staðreynd í huga
hefjum við ótrauðir nýjan árgang,
í þeirri von og trú að blaðið eigi
hlutverki að gegna og haldi áfram
að vaxa.
ÚRVALSBÓKIN mun líklega vekja
mesta athygli af efni þessa heftis.
Hún nefnist „Vitnisburður minn“
og fjallar um sovézkar fangabúðir
nútímans. Hér er um að rœða sanna
frásögn eftir Anatoly Marchenko,
sem mikla athygli hefur vakið er-
lendis. Höfundur lýsir fangabúðum
nútímans í Sovétríkjunum af eigin
reynslu og er frásögn hans í senn
átakanleg og hrollvékjandi. Hann
segir meðal annars í upphafi bókar
sinnar: „Það greip mig oft örvœnt-
ing, er ég dvaldi í Vladimir-fang-
élsinu. Ég var að því kominn að
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf„
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, simi 36720. Verð árgangs krónui
500.00. í lausasölu krónur 50.00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir h.f.
Myndamót: Rafgraf h.f.
(QIífw®E
S3ÍKASAFH
2 8 G 0 í 3,
Í5LANHS ;