Úrval - 01.01.1970, Side 27
Þegar Kenny var sjö mánaða gamall vildu læknamir helzt
setja hann strax á hœli. En nú hefur tekizt að kenna hon-
um að lesa. Nú er Kenny orðinn þrettán ára, og faðir lians
segir hér þroskasögu lians.
SIGUR FYRIR KENNY
g og Kenny, sonur minn,
vorum að ganga niður
af upphækkaða pallin-
um til að taka þátt í
helgiathöfninni, þegar
hann þagnaði skyndilega. Bar mit-
zva athöfninni var langt frá því að
vera lokið, þó að Kenny hefði nú
innt af hendi með miklum ágætum
sinn hluta helgisiðanna. Allt í einu
sneri hann sér að mér, eins og hann
hefði gleymt hvar hann var stadd-
ur, og sagði glottandi svo að heyrð-
ist um allt samkunduhúsið: „Jæja,
ég lifði það þó af.“
Þrátt fyrir þann mikla helgiblæ,
sem hvíldi yfir athöfninni, gat ég
ekki setið á mér að brosa á móti.
En skömmu síðar, þegar við vorum
seztir við hlið Miriam konu minn-
ar, og tveggja eldri barnanna, tóku
tárin að streyma niður kinnar mér.
í Gyðingdómnum er bar mitzva
athöfnin haldin til að fagna því, að
bernsku drengjanna er lokið, þegar
þeir ná 13 ára aldri. Og í musterinu
okkar stjórnar pilturinn, sem verið
er að vígja, í rauninni Sabbath
morgunathöfninni í heilan klukku-
tíma í stað rabbíans. Og að lokum
flytur hann svo ræðu, sem hann
samdi sjálfur. Kenny, sem hafði upp
á eigin spýtur lært mikinn hluta
athafnarinnar utan að, stýrði henni
af miklum glæsibrag.
Samt sem áður táruðumst við
Miriam ekki svo mjög af því stolti
yfir syni okkar, heldur fremur
vegna endurminninganna, sem
streymdu inn í huga okkar. Við
— Readers Digest —
25