Úrval - 01.01.1970, Side 35
J
þeim efnum. Fíllinn lærir fljótt að
skilja hvað það er, sem mennirnir
óska eftir og krefjast af honum, og
hann lærir fljótt að inna störf sín
af hendi, án þess að umsjón sé höfð
með honum. Við vinnuna sýnir
hann svo mikinn ákafa og sam-
vizkusemi, að stundum óttast hann
greinilega, að hann sé að gera rangt
eða sé álitinn óduglegur til vinnu
og vill afsanna það.
Sirkusfíll fékk eitt sinn nokkrar
kartöflur hjá húsbónda sínum og
tók þær úr lófa hans. Ein kartaflan
féll á gólfið og þegar fíllinn varð
þess áskynja, að hann náði henni
ekki upp með rananum, blés haxm
kartöflunni í vegg, sem var
þarna í nágrenninu, þannig að hún
kastaðist aftur — og hann gat náð
henni!
Þegar fíll þarf á að halda læknis-
hjálp, kemur enn í ljós, að hann er
gæddur skapgerðarstyrk á sama
hátt og hundar og apar. — Fíll, sem
var í eigu prests nokkurs í Indlandi,
var með sjúkdóm í augum og hafði
verið algerlega blindur í marga
daga. Eigandinn kallaði á lækni og
spurði, hvort hann gæti nokkuð
gert fyrir dýrið.
— Silfurnítrat nota ég, þegar
menn eiga í hlut, svaraði læknir-
inn. •— Það hjálpar i mörgum til-
fellum, en það er mjög sársauka-
fullt.
Presturinn bað hann að reyna.
Fílnum var skipað að leggjast nið-
ur. Um leið og meðalið var borið
á, rak fíllinn upp hræðilegt öskur
af sársauka. Það kom brátt í ljós,
að áhrif meðalsins voru mjög góð.
83