Úrval - 01.01.1970, Síða 37

Úrval - 01.01.1970, Síða 37
FÍLLINN ER GÁFAÐUR OG GÆTINN 35 Hannibal hefði farið yfir um Cla- pierskarð niður á ítalíu, varð að gefast upp og kom í gærkveldi aft- ur til Torino í járnbrautarlest. — Skriðuföll ollu því að mestu leyti að tilraunin heppnaðist ekki.“ Og Júmbo litli varð aftur að fara að leika listir sínar í sirkusinum í Torino, og brezki leiðangurinn var vonsvikinn og niðurdreginn. Allt um það, varð Júmbo frægur af för þessari og enginn fíll hefur nokkru sinni verið eins umtalaður í blöð- um og myndaður, Gamall ofursti hefur sagt frá eft- irfarandi atviki, sem kom fyrir hann, er hann dvaldist í Penang 1938: — Kvöld nokkurt, er ég reið um héraðið umhverfis Penang, varð hesturinn minn allt í einu óróleg- ur. Ástæðan var sú, að hávaði barst úr þykku kjarri skammt frá. Það var undarlegt hljóð, sem var endur- tekið aftur og aftur: „Ufm! Ufm!“ — í hásum óánægjutón. Ég hélt áfram leiðar minnar og hljóðið nálgaðist stöðugt. Þegar ég beygði fyrir horn, kom skýringin á fyrir- brigðinu. Skyndilega stóð ég aug- liti til auglitis við taminn fíl, sem var að burðast með eitthvað. Ég gætti betur að og sá, að hann bar trjástofn og lét hann vega salt með tönnum sínum. Þar sem stígurinn var mjög þröngur, varð hann að beygja höfuðið til annarrar hliðar- innar til þess að koma trjástofnin- um langsum. Erfiðið í sambandi við þetta starf var ástæðan til hljóð- anna, sem ég hafði heyrt og sem höfðu hrætt hestinn minn. Þegar fíllinn sá, að við stönzuð- um, reisti hann höfuðið upp, virti okkur fyrir sér andartak, kastaði frá sér trjástofninum og fór inn í kjarrið til þess að við kæmumst leiðar okkar framhjá. Þegar fíllinn sá, að hesturinn minn var ennþá hræddur, fór hann lengra inn í kjarrið til þess að hvetja hann til þess að fara áfram og sýna honum fram á, að engin ástæða væri til þess að óttast sig. Þá fyrst hélt hesturinn minn áfram og þegar við vorum komnir nokkurn spöl frá, sá ég, að hið hyggna dýr beygði sig niður til þess að taka aftur upp byrði sína og halda áfram erfiði sínu. Lesendur hafa að líkindum veitt því athygli, að þær sögur, sem hér hafa verið sagðai af fílnum, eru allar af tömdum fílum, það er að segja fílum frá Asíu. Afríkanska fílinn er ekki hægt að temja, eins og fyrr er vikið að. Rannsóknir á honum hafa leitt í ljós, að í hinu frjálsa og frumstæða lífi sýnir hann engan veginn slík hyggindi sem tamdi fíllinn. Sú gnægð matar, sem náttúran sér honum fyrir krefst ekki mikillar umhugsunar eða klók- inda. Ef hins vegar hættu ber að höndum, kallar óttinn fram gáfur fílanna og þá kemur í ljós, að Afrík- anski fíllinn er líka skynsamasta skepna. Þannig hafa menn tekið eftir, að í þrumuveðri flýja Afríku- fílarnir dvalarstaði sína í skóginum og dveljast á opnum svæðum, þar til þrumuveðrinu, með tilheyrandi eldingum, slotar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.