Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 43
BIBLÍAN OG BOÐORÐIÐ UM . . .
41
Þetta boðorð hefir verið túlkað mjög
mismunandi á ýmsum tímum, en
grundvallar hugsun þess hefir þó
alltaf verið sú, að giftum mönn-
um og konum er stranglega bann-
að að hafa kynferðismök við aðra
en maka sinn, stundum hefir bann-
ið náð til allra kynferðismaka utan
hjónabands. Og þó er hin uppruna-
lega merking þess talsvert önnur.
Til þess að geta skilið hvaða
merkingu þetta boðorð, sem og önn-
ur, höfðu í upphafi, verðum við að
þekkja hugmyndir fsraelsmanna
um manninn og lífið og tilveruna
yfirleitt, þegar þessi boðorð voru
sett. Á þeim tíma voru fsraelsmenn
h'rðingjaþjóð. Þeir voru hópur ætt-
stofna, sem mynduðu eina heild.
Maður, sem ekki tilheyrði neinum
ættstofni eða fjölskyldu, var ólán-
samasta og varnarlausasta mann-
vera á jörðinni, og líf hans var ekki
mikils virði. Ættin var manninum
skjöldur og hlíf. Að segja sig úr
lögum við ætt sína var óhugsanlegt,
það var eins og að kasta sér út í
eyðirúm og svipta sig allri vernd.
Út frá þessu sjónarmiði getum við
gert okkur í hugarlund hvílík
ódæma þolraun það hefir verið
fyrir Abraham þegar .Tahve sagði
við hann: „Far þú burt úr landi
þínu og frá ættfólki bínu og úr
húsi föður þíns, til landsins, sem ég
mun vísa þér á.“ Þessi skoðun á
ættinni sem órjúfandi heild, sem
einstaklingurinn er ekki annað en
hluti af, finnum við hjá öllum frum-
stæðum þjóðum jarðarinnar. En hjá
allra frumstæðustu þjóðunum finn-
um við tvær ólíkar skoðanir á því,
hver sé kjarninn í ættstofninum.
Önnur telur að það sé konan: börnin
verða kyrr hjá henni og allar erfð-
ir ganga í gegnum ættlegg móður-
innar. Við giftinguna yfirgefur
karlmaðurinn ætt sína og samein-
ast ætt konunnar. Við sjáum merki
um þetta fyrirkomulag í annarri
sköpunarsögu fyrstu Mósebókar,
þar sem segir :„Þessvegna skal mað-
urinn yfirgefa föður sinn og móð-
ur,“ þ.e. ætt sína, „og fara til konu
sinnar," þ.e. ættar hennar.
Loks er það hin skoðunin, sem
telur að maðurinn sé kjarninn, erfð-
irnar ganga í gegn um ættlegg hans.
Konan verður að yfirgefa ætt sína
og er með sérstökum viðhafnarsið-
um tekin í ætt mannsins. Þetta fyr-
irkomulag þekkist hjá hirðingja-
þjóðum og æðri menningarþióðum.
Giftingarsiðir meðal þessarra
þjóða eru mjög þýðingarmiklir.
Ætlunin er sú að í gegn um þá
öðlist konan hlutdeild í sál manns-
ins, og þá um leið í sál ættarinnar.
Því að á þessu menningarstigi hugsa
menn sér að öll ættin hafi sameig-
inlega sál, sem birtist í öllum áber-
andi andlegum og líkamlegum sér-
kennum ættarinnar. Þessi „ættar-
sál“ gegnsýrir sérhvern einstakling
og gerir hann að óaðskiljanlegum
hluta ættarinnar. Brúðkaupssiðirnir
eru því oft þannig, að brúðurin fær
gamlan ættargrip, sem er gegn-
sýrður af sál ættarinnar, og öðlast
í gegnum hann hlutdeild í ættinni
og sál hennar. Venjulega er það
hringur, og þekkist sá siður enn í
dag við hjónavígslur, að brúðgum-
innar (menn taki eftir því að brúð-
urin fær ekki brúðgumanum neitt),
inn dregur hring á fingur brúðar-