Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 43

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 43
BIBLÍAN OG BOÐORÐIÐ UM . . . 41 Þetta boðorð hefir verið túlkað mjög mismunandi á ýmsum tímum, en grundvallar hugsun þess hefir þó alltaf verið sú, að giftum mönn- um og konum er stranglega bann- að að hafa kynferðismök við aðra en maka sinn, stundum hefir bann- ið náð til allra kynferðismaka utan hjónabands. Og þó er hin uppruna- lega merking þess talsvert önnur. Til þess að geta skilið hvaða merkingu þetta boðorð, sem og önn- ur, höfðu í upphafi, verðum við að þekkja hugmyndir fsraelsmanna um manninn og lífið og tilveruna yfirleitt, þegar þessi boðorð voru sett. Á þeim tíma voru fsraelsmenn h'rðingjaþjóð. Þeir voru hópur ætt- stofna, sem mynduðu eina heild. Maður, sem ekki tilheyrði neinum ættstofni eða fjölskyldu, var ólán- samasta og varnarlausasta mann- vera á jörðinni, og líf hans var ekki mikils virði. Ættin var manninum skjöldur og hlíf. Að segja sig úr lögum við ætt sína var óhugsanlegt, það var eins og að kasta sér út í eyðirúm og svipta sig allri vernd. Út frá þessu sjónarmiði getum við gert okkur í hugarlund hvílík ódæma þolraun það hefir verið fyrir Abraham þegar .Tahve sagði við hann: „Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki bínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á.“ Þessi skoðun á ættinni sem órjúfandi heild, sem einstaklingurinn er ekki annað en hluti af, finnum við hjá öllum frum- stæðum þjóðum jarðarinnar. En hjá allra frumstæðustu þjóðunum finn- um við tvær ólíkar skoðanir á því, hver sé kjarninn í ættstofninum. Önnur telur að það sé konan: börnin verða kyrr hjá henni og allar erfð- ir ganga í gegnum ættlegg móður- innar. Við giftinguna yfirgefur karlmaðurinn ætt sína og samein- ast ætt konunnar. Við sjáum merki um þetta fyrirkomulag í annarri sköpunarsögu fyrstu Mósebókar, þar sem segir :„Þessvegna skal mað- urinn yfirgefa föður sinn og móð- ur,“ þ.e. ætt sína, „og fara til konu sinnar," þ.e. ættar hennar. Loks er það hin skoðunin, sem telur að maðurinn sé kjarninn, erfð- irnar ganga í gegn um ættlegg hans. Konan verður að yfirgefa ætt sína og er með sérstökum viðhafnarsið- um tekin í ætt mannsins. Þetta fyr- irkomulag þekkist hjá hirðingja- þjóðum og æðri menningarþióðum. Giftingarsiðir meðal þessarra þjóða eru mjög þýðingarmiklir. Ætlunin er sú að í gegn um þá öðlist konan hlutdeild í sál manns- ins, og þá um leið í sál ættarinnar. Því að á þessu menningarstigi hugsa menn sér að öll ættin hafi sameig- inlega sál, sem birtist í öllum áber- andi andlegum og líkamlegum sér- kennum ættarinnar. Þessi „ættar- sál“ gegnsýrir sérhvern einstakling og gerir hann að óaðskiljanlegum hluta ættarinnar. Brúðkaupssiðirnir eru því oft þannig, að brúðurin fær gamlan ættargrip, sem er gegn- sýrður af sál ættarinnar, og öðlast í gegnum hann hlutdeild í ættinni og sál hennar. Venjulega er það hringur, og þekkist sá siður enn í dag við hjónavígslur, að brúðgum- innar (menn taki eftir því að brúð- urin fær ekki brúðgumanum neitt), inn dregur hring á fingur brúðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.