Úrval - 01.01.1970, Page 44

Úrval - 01.01.1970, Page 44
42 ÚRVAL hringurinn er tákn þess að brúð- urinn tengist manninum og ætt hans. Sá siður, að tilvonandi hjón skiptist á trúlofunarhringum, er miklu seinna tilkominn. Út frá þessu sjónarmiði verðum við að líta á hjúskaparbrot og þá um leið frummerkingu sjötta boð- orðsins. Því að hið merkilega er, að í upphafi náði þetta boðorð að- eins til giftra kvenna, og manna sem átt höfðu mök við giftar konur af annarri ætt. Þegar konan hafði verið tekin upp í ætt mannsins með brúðkaupssiðum, öðlaðist hún sál hennar, og þegar hún gat börn með manni sínum, öðluðust þau sál ætt- arinnar. Versta brot sem gift kona gat gert sig seka um, var því að eiga mök við mann af annarri ætt, því að með því flutti hún ný sálarein- kenni inn í ættina, sem stríddu á móti sál ættarinnar og sundruðu henni. En ef maðurinn átti mök v:ð aðra konu þurfti hann ekki ann- að en að taka hana í ætt sína með því að giftast henni, eða bæta á ein- hvern hátt fyrir ef hann eignaðist barn með konunni. Það var náttúrleg afleiðing af þessu sjónarmiði að maðurinn mætti eiga fleiri en eina konu, því að við- hald ættarinnar skipti mestu máli. Ófrjósöm eiginkona var aumust allra — hana gat maðurinn losað sig við umsvifalaust, eða þá að hún lét honum í té þjónustustúlkur, svo að hann gæti á þann hátt eignast börn til viðhalds ættinni. Þetta rek- um við okkur á í gamlatestament- inu, þar sem getið er um að Lea og Rakel hafi gefið Jakob þernur sínar, svo að hann gæti eignast með þeim fleiri syni. Þetta var ekki hjú- skaparbrot, heldur fyllilega lögleg aðferð. Fjölkvæni var mjög algengt með- al forn ísraelsmanna. Þess er getið að Salómó hafi átt „sjöhundruð eiginkonur og þrjú hundruð hjákon- ur“. Vegna vesalings mannsins sjálfs, verðum við þó að álíta, að tölur þessar séu talsvert ýktar. Þessi skoðun, að sjötta boðorðið eigi einkum við konuna, endur- speglast einnig í frekari ákvæðum um hjúskaparbrot í lögum Móse. Hversu vægt brot mannsins í þessu efni voru dæmd má sjá á ákvæðinu í 2. Mósebók 22. kapítula, 16—17. „Ef maður glepur mey, sem ekki er föstnuð manni, og leggst með henni, þá skal hann hana mundi kaupa sér að eiginkonu. En ef fað- ir hennar vill eigi gifta honum hana, þá skal hann greiða svo mikið silfur sem meyjar mundi svarar". Allt öðru máli gegndi um gifta konu. Ef hún átti mök við annan mann, var hún dæmd til að grýtast til dauða. Hversu alvarlegum aug- um var litið á þetta, má sjá á því, að sama hegning beið mannsins, sem hún átti mök við. Um þetta segir í 5. Mósebók, 22. kap„ 22. „Ef maður er staðinn að því, að iiggja hjá konu annars manns, þá skulu þau bæði deyja, maðurinn, sem lá hjá konunni, og konan sjálf“. Sama hegning beið konu sem var trúlofuð, og þess manns, sem hún átti mök við. Hún átti það á hættu að flytja með sér ávöxt annars manns inn í hjónabandið og ætt manns síns, og baka henni með því óbætanlegt tjón. Já, svo ströng
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.