Úrval - 01.01.1970, Síða 50
48
ÚRVAL
1. Hver fann upp
prentlistina og hve-
nær var það?
2. Hvaða þýzkur
læknir hefur verið
einvaldur forsætis-
ráðherra í Dan-
mörku.
3. Hver skrifaði kór-
aninn?
4. Hvaða mál tala
Belgíumenn?
5. Hvað olli því, að
Newton fann upp
þyngdarlögmálið?
6. Hvaða borg var
kölluð Mikligarður?
7. Hvað hét Jón
Trausti réttu skírn-
arnafni?
8. Hvar er Geirþjófs-
fjörður?
9. Hvað heitir nýskip-
aður ambassador ís-
lands í Kaup-
mannahöfn?
10. Eftir hvern er
ekáldsagan „Mar-
ína“?
æsku. Af þeim minningabrunni átti
Herman eftir að ausa ævilangt.
Hinir tveir strokumenn dvöldust í
nokkur dægur á miðri eyjunni. Þeir
þjáðust af þorsta og hungri, hrædd-
ir við að hitta eyjarskeggja, sem
höfðu það orð á sér með sjómönn-
um, að vera bæði villtir og herskáir.
Samt sem áður rak neyðin þá til
þess að fara ofan í byggðan dal og
þar var tekið mjög vel á móti þeim,
og þeir stundaðir af mikilli um-
hyggju. Herman hafði særzt á flótt-
anum og nú tók að grafa í sárinu.
Það hvarílaði að honum að snúa
aftur til siðmenningarinnar eða að
minnsta kosti fara aftur um borð í
hvalveiðiskipið, en eyjarskeggjar
sýndu andúð á öllu slíku.
Það tókst þó að fá þá til að senda
félaga hans til hafnarbæjarins Tai-
o-hae til þess að ná í meðul.
En félagi hans sneri aldrei aftur
og nú var Herman Melville aleinn
meðal eyjarskeggja, Taipanna.
Hann lifði eins og þeir, synti í lón-
um og eyddi dögunum í skugga við
hús karlmannanna. Einnig tók hann
þátt í næturveizlum þeirra, klæddur
í þjóðbúning innfæddra. Þetta voru
svallkenndar veizlur, en samt gat
hinn ungi piltur, sem alinn var upp
í strangri Kalvínskri trú ekki ann-
að en dáðst að hinni frumstæðu
menningu. Herman skýrir seinna
frá því með hrifningu, hversu ó-
bundið og frjálst samband var milli
kynjanna. Og hann líkir ástarlífi
Taipanna við hið frjálsa og óþving-
aða líf Grikkja.