Úrval - 01.01.1970, Page 59

Úrval - 01.01.1970, Page 59
BERLÍN: SAGA TVEGGJA BORGA 57 nema í 1 til 2 daga. Rússar hafa a.m.k. 400.000 manna liði á að skipa í námunda við borgarhlutann, þ.e. bæði úr Rauða hernum og austur- þýzka hernum. En þeir gera sér vel grein fyrir því, að slíkri árás yrði vissulega svarað með tafarlausum aðgerðum Bandaríkjamanna og að slíkt uppátæki mundi líklega hrinda af stað þriðju heimsstyrjöldinni. MÚRINN Múrinn líkist helzt feitum ormi, þegar maður sér hann úr þyrlu, þar eð ofan á honum hefur verið kom- ið fyrir sívalningi, sem snýst, þeg- ar komið er við hann. Þessi örygg- isútbúnaður er miklu áhrifameiri en gaddavír, þar eð það verður þannig enn erfiðara að komast yfir Múrinn en þótt gaddavír væri ofan á honum. Þýzk snilli! Austur-Þjóðverjar hófu byggingu Múrsins fyrirvaralaust síðla á ágúst- kvöldi árið 1961 samkvæmt hvatn- ingu Rússa. Markmiðið var að hindra Þjóðverja, búsetta á austur- svæðinu, í því að flýja til Vestur- Berlínar. Þeir streymdu þaðan burt um það leyti í stríðum straumi, um 20.000 eða enn fleiri á mánuði hverj- um. Hefði fjöldaflótti þessi haldið áfram óhindraður, hefði mikill hluti Austur-Berlínarbúa líklega flutzt burt. Um 2.900.000 íbúum Austur- Þýzkalands tókst að komast til Vest- ur-Berlínar eða Vestur-Þýzkalands, áður en Múrinn var reistur. Múrinn sjálfur er nú 28 mílur á lened, en ennfremur er um að ræða 72 mílur alls konar hindrana, gadda- vírseirðinga, skurða og annarra hindrana í kr'ingum útjaðra Vestur- Berlínar. Kostnaður við byggingu Múrsins hefur verið gífurlegur á ýmsum sviðum, t.d. sviði mannlegra samskipta. Um 17 milljón Vestur- Þjóðverjar eiga ættingja í Austur- Þýzkalandi, og nú hafa þeir misst öll frjáls tengsl við þessa ættingja sína. Þeir mega að vísu heimsækja Austur-Þýzkaland, en það kostar þá samt geysilega fyrirhöfn, því að skriffinnskan er mikil, þegar slíkt leyfi er sótt. Þriðji hver Vestur- Berlínarbúi á ættingja hinum meg- in Múrsins, og mörgum fjölskyldum hefur þannig verið tvístrað fyrir fullt og allt. Um 100.000 Berlínar- búar héldu fram og aftur til vinnu milli borgarhlutanna, áður en Múr- inn var reistur. Sumir bjuggu í Austur-Berlín og unnu í Vestur- Berlín eða þá öfugt. En nú hefur að mestu verið tekið fyrir þá flutninga. Gestir í borginni, svo sem skemmti- ferðamenn, komast á milli borgar- hlutanna án mikilla erfiðleika, en það er enn næstum ómögulegt fyrir Vestur-Berlínarbúa að heimsækja Austur-Berlín. Múrinn er í rauninni miklu meira en múrveggur. Hann tekur yfir 36 meíra breitt svæði ásamt öllum þeim ljóta útþúnaði, sem honum fylgir. Að minnsta kosti var það svo á þeim svæðum, þar sem ég sá hann. Þar eru girðingar, skotskýli, skurðir með jarðsprengjum, gryfjur, þaktar gaddavír, grimmir hundar og alls konar hindranir til þess að stöðva ökutæki. “En þrátt fyrir þennan geysilega útbúnað hefur 3736 flótta- mönnum samt tekizt að flýja frá Austur-Berlín frá árinu 1961, þar á meðal 503 landamæravörðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.