Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 64

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL lokum, að hann var hnepptur í skuldafangelsi, og virtust honum þá allar bjargir bannaðar. Fyrir óskilj- anlega tilviljun komst hann þá enn í samband við utanríkisráðuneytið og var þá ráðinn til farar þeirrar um meginland Evrópu, sem að framan er getið. Utanríkisráðuneyt- © greiddi allar skuldir hans; auk þess fékk hann ríflegan farareyri og bréf til allra brezkra ræðismanna á meginlandinu, þar sem honum var heimilað að taka út hjá þeim fé, eins og þörf krafði hverju sinni. Fé þetta átti Jörundur að nota til greiðslu ferðakostnaðar, en einnig leyfðist honum að bjóða mútur, hvenær sem það gat talizt vænlegt til árangurs í starfinu. Af þessu leiddi, að hann þurfti ekki að gera grein fyrir fjármunum, sem hann eyddi, enda kom það honum vel, eins og síðar mun að vikið. Þegar Jörundur slapp þannig óvænt úr skuldafangelsinu og fékk auk þess fullar hendur fjár, þótti honum heldur vænkast sitt ráð. Hann gat ekki stillt sig um að freista gæfunnar ennþá einu sinni við spilaborðin, og að sjálfsögðu þarf ekki að spyrja um árangurinn. Eftir nokkrar stundir var hver eyr- ir þrotinn, og stóð Jörundur þá uppi jafn allslaus og áður. Ekki var hann þó af baki dottinn. Hann fór til fornsala nokkurs í Whitechapel og skipti á fötum þeim, sem hann stóð í og sjófatnaði; fékk auk þess nokkra shillinga á milligjöf. Fyrir þá keypti hann sér farmiða til ferju- bæjarins Gravesend við Ermarsund og réðst þar sem háseti á ferju, sem flutti hann yfir sundið til Ostend. Hefur þá frásögnina af ævintýr- um Jörundar á meginlandi Evrópu. Strax og Jörundur steig á land í Ostend, gekk hann á fund brezka ræðismannsins þar, lagði fram skil- ríki sín og krafðist peninga. Ræðis- maðurinn var vantrúaður á rétt- mæti skilríkjanna og fór nokkrum vafasömum orðuin um hinn fá- brotna klæðnað Jörundar. Jörundur svaraði því til, að hann hefði verið á hnotskóg eftir smyglurum, en ræðismaðurinn sat við sinn keip, og ekki fékk Jörundur féð. Varð hon- um þá reikað út á stræti borgar- innar, og vissi hann ekki, hvað gera skyldi. En þá sem oftar varð heppn- in honum að liði, þegar mest á reið. Þennan dag voru hundruð brezkra liðsforingja á leið um Ostend til liðs við Wellington hershöfðingja og lið hans. Jörundur rakst á einn mann í hópi liðsforingjanna, sem hann þekkti. Fór sá með honum til ræðismannsins og vottaði, að Jör- undur væri sá, er hann sagðist vera. Lá féð þá þegar laust fyrir. Jörundur keypti sér nú klæði góð og annan útbúnað til fararinnar og hélt síðan áfram til Brússel. Var þá 15. júní. Þann dag réðst Napoleon Bonaparte yfir suður- landamæri Belgíu, eins og áður get- ur, með 124 þúsund manna lið og 350 fallbyssur. Hafði lið hans sótt fram með leifturhraða á þrem dög- um frá París til Sambrefljóts. Takmark hans var að leggja und- ir sig Brussel. Milli hans og þessa takmarks var 113 þús. manna prúss- neskur her undir stjórn Blúchers og sameiginlegur liðsafli 33 þús. Breta og 50 þús. Hollendinga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.