Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 67
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR OG ...
65
Þegar vindurinn feykti reyknum
öðru hverju til hliðar, aá Jörundur
hvar fylkingar franskra fótgöngu-
liða geystust fram, en þeim var
jafnóðum tvístrað af öflugri skot-
hríð varnarherjanna.
Klukkan fjögur um daginn hafði
Frökkum enn ekki tekizt að rjúfa
skarð í fylkingar Breta. Þá gerði
Ney hershöfðingi heiftúðuga árás á
brezka varnararminn með átta her-
deildum riddaraliðs, samtals 5 þús.
mönnum. Það var ógurleg sjón;
þarna var djarflega telft á Napole-
onska vísu, og í margri orrustimni
hafði þvílíkt herbragð haft úrslita-
þýðingu. En nú þurfti annað og
meira til.
Á milli herjanna, þvert á leið
Frakka, lágu djúpir og forugir götu-
slóðar. Þegar franska stórskotalið-
ið kom að þessari hindrun, nam það
staðar um stund, en varð þá fyrir
öflugri skothríð frá stórskotaliði
varnarher j anna.
Fimm sinnum lögðu Frakkar til
atlögu, en jafnan urðu þeir frá að
hverfa vegna hatrammrar andstöðu
brezkra fótgönguliða, sem skutu
ósleitilega af rifflum sínum á lið
andstæðinganna.
Ennþá átti Napoleon eftir að
senda fram hinn keisaralega lífvörð,
13 þús. manna einvalalið, sem svo
oft áður hafði úrslitaþýðingu, þeg-
ar það geystist fram á réttum stað
og réttum tíma. Keisarinn beið þess
einnig, að Grouchy hershöfðingi
kæmi úr austurátt með 33 þúsund
manna liðsauka.
Klukkan fimm komu fylkingar
hermanna þrammandi úr austri, en
Napoleon sá fljótt sér til mikillar
skelfingar, að það voru ekki liðs-